Bombur dagsins - fleyg orð úr skýrslunni 12. apríl 2010 17:16 Össur talar umbúðalaust í skýrslunni. Mörg fleyg ummæli hafa komið fram í fjölmiðlum í dag í kjölfar birtingar rannsóknarskýrslu Alþingis. Skýrslutökur veita persónulega innsýn inn í hugarheim aðalleikara hrunsins, sem spara ekki stóru orðin þegar kemur að þeim sjálfum eða öðrum. Vísir.is tók saman ummæli dagsins. --- "....næsta verkefni þá í tengslum við það er auðvitað að finna nýja eigendur til þess að taka allt draslið yfir." Sigurjón Þ. Árnason um viðskipti sín við Björgólfsfeðga. --- "Þrátt fyrir veisluhöld og samskipti við ríka og fræga fólkið í London hafði Ármann hvorki náð heppilegum tengslum inn í breskt stjórnkerfi né hafði hann nógu djúpan skilning á því." Hreiðar Már Sigurðsson um kokteilboð Ármanns Þorvaldssonar, fyrrverandi bankastjóri Singer og Friedlander dótturfélags Kaupþings í Bretlandi. --- "Þarna situr forsætisráðherra frammi og skelfur eins og lauf í vindi og getur ekki tekið ákvörðun. Hann hlustar á þig og þú ert að grafa undan þessu. Ef þetta gengur ekki fram mun ég persónulega sjá til þess að þér verði ólíft á Íslandi það sem eftir er." Tryggvi Þór Herbertsson vitnar í orð Davíðs Oddssonar í aðdraganda þjóðnýtingu Glitnis. --- "Og frá því er skemmst að segja að hann nánast skalf og nötraði. Hann sagði: „Þú getur ekki gert mér þetta. Ég get ekki farið þarna upp og sagt þetta við Davíð." Össur Skarphéðinsson lýsir samtali sínu við Geir Haarde þegar ákvörðun var tekin um Davíð Oddsson myndi ekki leiða neyðarstjórn. --- "En þarna var hann [Davíð Oddsson] ofsalega reyttur og tættur og eins og ég sagði frá því, eins og blöndu af einhverju taugalosti og sturlun. [...]Og kom þessi fræga setning: „Ef einhvern tíma er þörf fyrir þjóðstjórn á Íslandi þá er það núna"." Össur Skarphéðinsson lýsir innkomu Davíðs Oddssonar á fund í aðdraganda hrunsins. --- Halldór J. Kristinsson spyr Davíð út í hugmyndir Landsbankans um sameiningu við Glitni. Davíð segist geta samþykkt tillöguna með einu skilyrði. DO: Það er að ég komist í stjórn Blómavals. HJK: Er þetta svona vitlaust, spurði þá Halldór.DO: Já þetta er svona vitlaust.---"Ansans, verð ég þá að gera það?" - Davíð OddssonHreiðar segir frá því þegar Davíð Oddsson hringir í hann og spyr hvort Kaupþing muni lána Glitni 600 milljónir evra. Hreiðar svarar neitandi.---"Þið eigið að standa með okkur. Þið eigið ekki að vera að gagnrýna bankana og gera athugasemdir við bankana, þið eigið að standa með okkur."Birna Einarsdóttir, við Styrmi Gunnarsson ritstjóra Morgunblaðsins.---"En á ég ekki að hringja í viðskiptaráðherrann? Og hún sagði: Ekki strax, þannig að ekki tala við neinn, "keep it under wraps". "Össur Skarphéðinsson um viðbrögð Ingibjargar Sólrúnar við hugmynd hans um að láta viðskiptaráðherra vita að Glitnir væri að fara til fjandans.---"Þau laun sem ég hef verið með hjá þessum banka síðan 2003 hafa í öllum samanburði við þá sem ég ber mig saman við verið óheyrilega lág. Það er nefnilega þannig,"Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings við rannsóknarnefnd Alþingis---"Eins gott að menn vissu það ekki, því þá hefðu þeir kannski farið að taka út það sem þeir áttu ekki fyrir."Davíð Oddsson um ábyrgð Seðlabankans á greiðslukortum landans.---„Sigurjón var þarna, það voru snúðar á borðunum, skornir í tvennt, stórir snúðar. Sigurjón er nú munnstór maður og mikill og þegar þeir voru farnir út og hann var einn eftir þá tók hann svona hálfan snúð, tróð honum upp í andlitið á sér og skaut undan snúðnum þessari setningu: Ég hef ekki trú á þessu, ég hef ekki trú á þessu. Þá kom svona hönd með gullúri og kippti honum út."Össur Skarphéðinsson um tilboð Landsbankamanna kortéri fyrir hrun---„Ja, hann var náttúrulega bara alveg skelfilegur og það lá við að maður hringdi heim til þess bara að biðja konuna að fara út og kaupa mjólk, svo það yrði örugglega til mjólk í ísskápnum, það var nú þannig lýsingarnar sem voru á því hvaða ástand mundi skapast,"Árni Mathiesen eftir að Davíð Oddsson hafði lýst efnahagshorfum landsins.---"Ég meina, ég stóð allsber í búningsklefanum í World Class, var að fara í gufubað á sunnudegi og var að halda mér sérstaklega til því að ég var í fyrsta skipti á ævinni að fara til klæðskera. Og leit á símann minn í fötunum áður en ég fór í gufuna og þá sá ég bara að þar voru ógeðslega mörg símtöl og sms frá Einari Karli sem var staddur í Glasgow og sagði að það væru allir að leita að mér."Össur Skarphéðinsson þegar Glitnir var að fara til fjandans.---"...maður var alltaf að hafa þann fyrirvara að þetta mundi allt saman, markaðirnir opnast og asnarnir með gullkisturnar kæmu aftur og allt þetta. Ég velti fyrir mér þegar maður talar fyrir daufum eyrum, á maður bara ekki að fara?"Davíð Oddsson í skýrslutöku í siðferðiskafla skýrslunnar.---"Það er sama hvert þú horfir, á önnur fjárfestingarfélög, á bankana og hvert sem er, unga kynslóðin er að brjóta blað í sögu landsins í einhverjum skilningi." Hannes Smárason í viðtali við Örnu Schram í tímaritinu Krónikunni, 15. febrúar 2007. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira
Mörg fleyg ummæli hafa komið fram í fjölmiðlum í dag í kjölfar birtingar rannsóknarskýrslu Alþingis. Skýrslutökur veita persónulega innsýn inn í hugarheim aðalleikara hrunsins, sem spara ekki stóru orðin þegar kemur að þeim sjálfum eða öðrum. Vísir.is tók saman ummæli dagsins. --- "....næsta verkefni þá í tengslum við það er auðvitað að finna nýja eigendur til þess að taka allt draslið yfir." Sigurjón Þ. Árnason um viðskipti sín við Björgólfsfeðga. --- "Þrátt fyrir veisluhöld og samskipti við ríka og fræga fólkið í London hafði Ármann hvorki náð heppilegum tengslum inn í breskt stjórnkerfi né hafði hann nógu djúpan skilning á því." Hreiðar Már Sigurðsson um kokteilboð Ármanns Þorvaldssonar, fyrrverandi bankastjóri Singer og Friedlander dótturfélags Kaupþings í Bretlandi. --- "Þarna situr forsætisráðherra frammi og skelfur eins og lauf í vindi og getur ekki tekið ákvörðun. Hann hlustar á þig og þú ert að grafa undan þessu. Ef þetta gengur ekki fram mun ég persónulega sjá til þess að þér verði ólíft á Íslandi það sem eftir er." Tryggvi Þór Herbertsson vitnar í orð Davíðs Oddssonar í aðdraganda þjóðnýtingu Glitnis. --- "Og frá því er skemmst að segja að hann nánast skalf og nötraði. Hann sagði: „Þú getur ekki gert mér þetta. Ég get ekki farið þarna upp og sagt þetta við Davíð." Össur Skarphéðinsson lýsir samtali sínu við Geir Haarde þegar ákvörðun var tekin um Davíð Oddsson myndi ekki leiða neyðarstjórn. --- "En þarna var hann [Davíð Oddsson] ofsalega reyttur og tættur og eins og ég sagði frá því, eins og blöndu af einhverju taugalosti og sturlun. [...]Og kom þessi fræga setning: „Ef einhvern tíma er þörf fyrir þjóðstjórn á Íslandi þá er það núna"." Össur Skarphéðinsson lýsir innkomu Davíðs Oddssonar á fund í aðdraganda hrunsins. --- Halldór J. Kristinsson spyr Davíð út í hugmyndir Landsbankans um sameiningu við Glitni. Davíð segist geta samþykkt tillöguna með einu skilyrði. DO: Það er að ég komist í stjórn Blómavals. HJK: Er þetta svona vitlaust, spurði þá Halldór.DO: Já þetta er svona vitlaust.---"Ansans, verð ég þá að gera það?" - Davíð OddssonHreiðar segir frá því þegar Davíð Oddsson hringir í hann og spyr hvort Kaupþing muni lána Glitni 600 milljónir evra. Hreiðar svarar neitandi.---"Þið eigið að standa með okkur. Þið eigið ekki að vera að gagnrýna bankana og gera athugasemdir við bankana, þið eigið að standa með okkur."Birna Einarsdóttir, við Styrmi Gunnarsson ritstjóra Morgunblaðsins.---"En á ég ekki að hringja í viðskiptaráðherrann? Og hún sagði: Ekki strax, þannig að ekki tala við neinn, "keep it under wraps". "Össur Skarphéðinsson um viðbrögð Ingibjargar Sólrúnar við hugmynd hans um að láta viðskiptaráðherra vita að Glitnir væri að fara til fjandans.---"Þau laun sem ég hef verið með hjá þessum banka síðan 2003 hafa í öllum samanburði við þá sem ég ber mig saman við verið óheyrilega lág. Það er nefnilega þannig,"Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings við rannsóknarnefnd Alþingis---"Eins gott að menn vissu það ekki, því þá hefðu þeir kannski farið að taka út það sem þeir áttu ekki fyrir."Davíð Oddsson um ábyrgð Seðlabankans á greiðslukortum landans.---„Sigurjón var þarna, það voru snúðar á borðunum, skornir í tvennt, stórir snúðar. Sigurjón er nú munnstór maður og mikill og þegar þeir voru farnir út og hann var einn eftir þá tók hann svona hálfan snúð, tróð honum upp í andlitið á sér og skaut undan snúðnum þessari setningu: Ég hef ekki trú á þessu, ég hef ekki trú á þessu. Þá kom svona hönd með gullúri og kippti honum út."Össur Skarphéðinsson um tilboð Landsbankamanna kortéri fyrir hrun---„Ja, hann var náttúrulega bara alveg skelfilegur og það lá við að maður hringdi heim til þess bara að biðja konuna að fara út og kaupa mjólk, svo það yrði örugglega til mjólk í ísskápnum, það var nú þannig lýsingarnar sem voru á því hvaða ástand mundi skapast,"Árni Mathiesen eftir að Davíð Oddsson hafði lýst efnahagshorfum landsins.---"Ég meina, ég stóð allsber í búningsklefanum í World Class, var að fara í gufubað á sunnudegi og var að halda mér sérstaklega til því að ég var í fyrsta skipti á ævinni að fara til klæðskera. Og leit á símann minn í fötunum áður en ég fór í gufuna og þá sá ég bara að þar voru ógeðslega mörg símtöl og sms frá Einari Karli sem var staddur í Glasgow og sagði að það væru allir að leita að mér."Össur Skarphéðinsson þegar Glitnir var að fara til fjandans.---"...maður var alltaf að hafa þann fyrirvara að þetta mundi allt saman, markaðirnir opnast og asnarnir með gullkisturnar kæmu aftur og allt þetta. Ég velti fyrir mér þegar maður talar fyrir daufum eyrum, á maður bara ekki að fara?"Davíð Oddsson í skýrslutöku í siðferðiskafla skýrslunnar.---"Það er sama hvert þú horfir, á önnur fjárfestingarfélög, á bankana og hvert sem er, unga kynslóðin er að brjóta blað í sögu landsins í einhverjum skilningi." Hannes Smárason í viðtali við Örnu Schram í tímaritinu Krónikunni, 15. febrúar 2007.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira