Lífið

Fjölnir er tíður gestur í norsku sjónvarpi

Fjölnir auglýsir hreinsiefni í norskri sjónvarpsauglýsingu sem hefur verið sýnd að undanförnu.
Fjölnir auglýsir hreinsiefni í norskri sjónvarpsauglýsingu sem hefur verið sýnd að undanförnu.

Norsk auglýsing þar sem athafnamaðurinn Fjölnir Þorgeirsson notar hreinsiefnin Zalo Oppvask og Kjøkkenspray óspart í eldhúsinu hefur verið spiluð mikið upp á síðkastið. Auglýsingin var tekin upp fyrr á árinu en þar sem vorhreingerningar eru í fullum gangi er Fjölnir orðinn tíðari gestur á sjónvarpsskjáum Norðmanna en áður.

Aðstoðarleikstjóri auglýsingarinnar var Sindri Kjartansson og óskaði hann sérstaklega eftir Fjölni í hlutverkið. „Þetta var fínt. Það er alltaf gaman að vinna með góðu fólki og Sindri er skemmtilegur," segir Fjölnir. Hann hefur áður leikið í auglýsingum sem hafa birst erlendis og má þar nefna bjórauglýsingu þar sem hann lék norskan skíðastökkvara. „Það er alltaf ein og ein sem dettur inn," segir hann og er alltaf opinn fyrir nýjum tækifærum.

Fjölnir er þessa dagana að undirbúa sig fyrir Landsmót hestamanna sem hefst á Vindheimamelum 27. júní, fari svo að hin skæða hestaflensa setji ekki strik í reikninginn. „Maður reynir að vera jákvæður," segir hann og vonar það besta. - fb

Auglýsinguna fyrir hreinsispreyið má sjá hér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.