Anna Margret Olafsdottir: Tryggjum rétt leikskólabarna til náms og leiks Anna Margret Olafsdottir skrifar 27. maí 2010 10:39 Leikskólinn er fyrsta skólastigið í skólakerfinu skv. lögum um leikskóla (2008) og þar skal fara fram menntun og umönnun barna undir skólaskyldualdri. Í leikskólum borgarinnar er unnið metnaðarfullt starf og það gríðarlega mikla nám barnanna sem fer þar fram er oft vanmetið, kannski af því að leikurinn er sú námsaðferð sem leikskólarnir nota. Rannsóknir sýna að nákvæmlega sú leið skilar mestum árangri í námi barna. Foreldrakannanir á vegum Leikskólasviðs hafa sýnt mikla ánægju foreldra með leikskólastarfið og þarf að kappkosta að svo verði áfram. Á þeim erfiðu tímum sem við göngum nú í gegnum hefur því miður þurft að beita niðurskurðarhnífnum harkalega þó leikskólunum hafi verið hlíft eins og hægt var með minni hagræðingarkröfu. Starfsfólk leikskólanna hefur lagt á sig mikla vinnu til að halda uppi faglegu starfi og óbreyttri þjónustu og á heiður skilinn fyrir það. Ég tel að nú verði ekki gengið lengra og leikskólarnir séu farnir að nálgast hættumörk. Þrátt fyrir miklar áherslur á að verja grunnþjónustuna er þjónustan farin að skerðast og við verðum að vera heiðarleg og horfast í augu við það. Fólk getur síðan deilt um hvort það sé grunnþjónustan sem hafi skerst eða ekki.Afleysingastörf hafa verið skorin niður og bitnar það m.a. illa á undirbúningstímum fagfólks. Af því leiðir að minni tími er til að undirbúa faglegt starf leikskólans sem bitnar á endanum á þjónustu við börnin og er starfsfólk uggandi vegna þessa. Undirmönnun vegna veikinda starfsmanna er víða vandamál og frábært starfsfólk leikskólanna leggur mikið á sig til að "láta daginn ganga upp" en þetta þarf að lagfæra. Símenntun starfsmanna hefur látið undan síga að undanförnu, kaup á kennslugögnum stórlega skorin niður o.s.frv. Matarkostnaður hefur hækkað gríðarlega eins og allir vita og sífellt erfiðara er að halda uppi þeim gæðum sem krafist er. Tilraunaverkefni er þó að fara í gang í Vesturbænum í leik- og grunnskólum um sameiginleg matarinnkaup og verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig til tekst. En það hefur ýmislegt jákvætt gerst í leikskólamálum á kjörtímabilinu og verður að halda því til haga líka. Hlutfall fagfólks hefur aldrei verið hærra og stöðugleiki í starfsmannahaldi er mikill. Sérkennsla og stuðningur við börn af erlendum uppruna eru í nokkuð góðum málum. Hvatningarverðlaun leikskólaráðs eru viðurkenning til starfsmanna leikskólanna fyrir vel unnin störf, Brú er samræðuvettvangur fagfólks og foreldra á leik- og grunnskólastigi og Stóri leikskóladagurinn er haldinn árlega þar sem leikskólum borgarinnar er boðið að kynna sameiginlega ýmis verkefni úr sínum skóla. Á þeim tímum sem við erum að upplifa núna eru börnin það sem við verðum að setja í algjöran forgang. Við megum aldrei gleyma því að leik- og grunnskólar gegna mikilvægu hlutverki fyrir viðkvæmustu þegnana.. Þessi hópur er framtíðin, það eru þau sem taka við keflinu og við höfum ekki leyfi til annars en að veita þeim þá bestu þjónustu sem völ er á svo þau geti áfram leikið og lært undir leiðsögn fagfólks. Í komandi kosningum leggur Framsóknarflokkurinn í Reykjavík mikla áherslu á að tryggður verði réttur leikskólabarna til náms og leiks og staðinn verði vörður um þetta fyrsta skólastig sem og grunnskólastigið. Sérkennsla auk stuðnings við börn með fleiri en eitt móðurmál eru þættir sem vega þungt í skólakerfinu og ber að passa upp á að sú þjónusta skerðist ekki. Höfundur er leikskólastjóri og skipar 10. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Leikskólinn er fyrsta skólastigið í skólakerfinu skv. lögum um leikskóla (2008) og þar skal fara fram menntun og umönnun barna undir skólaskyldualdri. Í leikskólum borgarinnar er unnið metnaðarfullt starf og það gríðarlega mikla nám barnanna sem fer þar fram er oft vanmetið, kannski af því að leikurinn er sú námsaðferð sem leikskólarnir nota. Rannsóknir sýna að nákvæmlega sú leið skilar mestum árangri í námi barna. Foreldrakannanir á vegum Leikskólasviðs hafa sýnt mikla ánægju foreldra með leikskólastarfið og þarf að kappkosta að svo verði áfram. Á þeim erfiðu tímum sem við göngum nú í gegnum hefur því miður þurft að beita niðurskurðarhnífnum harkalega þó leikskólunum hafi verið hlíft eins og hægt var með minni hagræðingarkröfu. Starfsfólk leikskólanna hefur lagt á sig mikla vinnu til að halda uppi faglegu starfi og óbreyttri þjónustu og á heiður skilinn fyrir það. Ég tel að nú verði ekki gengið lengra og leikskólarnir séu farnir að nálgast hættumörk. Þrátt fyrir miklar áherslur á að verja grunnþjónustuna er þjónustan farin að skerðast og við verðum að vera heiðarleg og horfast í augu við það. Fólk getur síðan deilt um hvort það sé grunnþjónustan sem hafi skerst eða ekki.Afleysingastörf hafa verið skorin niður og bitnar það m.a. illa á undirbúningstímum fagfólks. Af því leiðir að minni tími er til að undirbúa faglegt starf leikskólans sem bitnar á endanum á þjónustu við börnin og er starfsfólk uggandi vegna þessa. Undirmönnun vegna veikinda starfsmanna er víða vandamál og frábært starfsfólk leikskólanna leggur mikið á sig til að "láta daginn ganga upp" en þetta þarf að lagfæra. Símenntun starfsmanna hefur látið undan síga að undanförnu, kaup á kennslugögnum stórlega skorin niður o.s.frv. Matarkostnaður hefur hækkað gríðarlega eins og allir vita og sífellt erfiðara er að halda uppi þeim gæðum sem krafist er. Tilraunaverkefni er þó að fara í gang í Vesturbænum í leik- og grunnskólum um sameiginleg matarinnkaup og verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig til tekst. En það hefur ýmislegt jákvætt gerst í leikskólamálum á kjörtímabilinu og verður að halda því til haga líka. Hlutfall fagfólks hefur aldrei verið hærra og stöðugleiki í starfsmannahaldi er mikill. Sérkennsla og stuðningur við börn af erlendum uppruna eru í nokkuð góðum málum. Hvatningarverðlaun leikskólaráðs eru viðurkenning til starfsmanna leikskólanna fyrir vel unnin störf, Brú er samræðuvettvangur fagfólks og foreldra á leik- og grunnskólastigi og Stóri leikskóladagurinn er haldinn árlega þar sem leikskólum borgarinnar er boðið að kynna sameiginlega ýmis verkefni úr sínum skóla. Á þeim tímum sem við erum að upplifa núna eru börnin það sem við verðum að setja í algjöran forgang. Við megum aldrei gleyma því að leik- og grunnskólar gegna mikilvægu hlutverki fyrir viðkvæmustu þegnana.. Þessi hópur er framtíðin, það eru þau sem taka við keflinu og við höfum ekki leyfi til annars en að veita þeim þá bestu þjónustu sem völ er á svo þau geti áfram leikið og lært undir leiðsögn fagfólks. Í komandi kosningum leggur Framsóknarflokkurinn í Reykjavík mikla áherslu á að tryggður verði réttur leikskólabarna til náms og leiks og staðinn verði vörður um þetta fyrsta skólastig sem og grunnskólastigið. Sérkennsla auk stuðnings við börn með fleiri en eitt móðurmál eru þættir sem vega þungt í skólakerfinu og ber að passa upp á að sú þjónusta skerðist ekki. Höfundur er leikskólastjóri og skipar 10. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar