Anna Margret Olafsdottir: Tryggjum rétt leikskólabarna til náms og leiks Anna Margret Olafsdottir skrifar 27. maí 2010 10:39 Leikskólinn er fyrsta skólastigið í skólakerfinu skv. lögum um leikskóla (2008) og þar skal fara fram menntun og umönnun barna undir skólaskyldualdri. Í leikskólum borgarinnar er unnið metnaðarfullt starf og það gríðarlega mikla nám barnanna sem fer þar fram er oft vanmetið, kannski af því að leikurinn er sú námsaðferð sem leikskólarnir nota. Rannsóknir sýna að nákvæmlega sú leið skilar mestum árangri í námi barna. Foreldrakannanir á vegum Leikskólasviðs hafa sýnt mikla ánægju foreldra með leikskólastarfið og þarf að kappkosta að svo verði áfram. Á þeim erfiðu tímum sem við göngum nú í gegnum hefur því miður þurft að beita niðurskurðarhnífnum harkalega þó leikskólunum hafi verið hlíft eins og hægt var með minni hagræðingarkröfu. Starfsfólk leikskólanna hefur lagt á sig mikla vinnu til að halda uppi faglegu starfi og óbreyttri þjónustu og á heiður skilinn fyrir það. Ég tel að nú verði ekki gengið lengra og leikskólarnir séu farnir að nálgast hættumörk. Þrátt fyrir miklar áherslur á að verja grunnþjónustuna er þjónustan farin að skerðast og við verðum að vera heiðarleg og horfast í augu við það. Fólk getur síðan deilt um hvort það sé grunnþjónustan sem hafi skerst eða ekki.Afleysingastörf hafa verið skorin niður og bitnar það m.a. illa á undirbúningstímum fagfólks. Af því leiðir að minni tími er til að undirbúa faglegt starf leikskólans sem bitnar á endanum á þjónustu við börnin og er starfsfólk uggandi vegna þessa. Undirmönnun vegna veikinda starfsmanna er víða vandamál og frábært starfsfólk leikskólanna leggur mikið á sig til að "láta daginn ganga upp" en þetta þarf að lagfæra. Símenntun starfsmanna hefur látið undan síga að undanförnu, kaup á kennslugögnum stórlega skorin niður o.s.frv. Matarkostnaður hefur hækkað gríðarlega eins og allir vita og sífellt erfiðara er að halda uppi þeim gæðum sem krafist er. Tilraunaverkefni er þó að fara í gang í Vesturbænum í leik- og grunnskólum um sameiginleg matarinnkaup og verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig til tekst. En það hefur ýmislegt jákvætt gerst í leikskólamálum á kjörtímabilinu og verður að halda því til haga líka. Hlutfall fagfólks hefur aldrei verið hærra og stöðugleiki í starfsmannahaldi er mikill. Sérkennsla og stuðningur við börn af erlendum uppruna eru í nokkuð góðum málum. Hvatningarverðlaun leikskólaráðs eru viðurkenning til starfsmanna leikskólanna fyrir vel unnin störf, Brú er samræðuvettvangur fagfólks og foreldra á leik- og grunnskólastigi og Stóri leikskóladagurinn er haldinn árlega þar sem leikskólum borgarinnar er boðið að kynna sameiginlega ýmis verkefni úr sínum skóla. Á þeim tímum sem við erum að upplifa núna eru börnin það sem við verðum að setja í algjöran forgang. Við megum aldrei gleyma því að leik- og grunnskólar gegna mikilvægu hlutverki fyrir viðkvæmustu þegnana.. Þessi hópur er framtíðin, það eru þau sem taka við keflinu og við höfum ekki leyfi til annars en að veita þeim þá bestu þjónustu sem völ er á svo þau geti áfram leikið og lært undir leiðsögn fagfólks. Í komandi kosningum leggur Framsóknarflokkurinn í Reykjavík mikla áherslu á að tryggður verði réttur leikskólabarna til náms og leiks og staðinn verði vörður um þetta fyrsta skólastig sem og grunnskólastigið. Sérkennsla auk stuðnings við börn með fleiri en eitt móðurmál eru þættir sem vega þungt í skólakerfinu og ber að passa upp á að sú þjónusta skerðist ekki. Höfundur er leikskólastjóri og skipar 10. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Leikskólinn er fyrsta skólastigið í skólakerfinu skv. lögum um leikskóla (2008) og þar skal fara fram menntun og umönnun barna undir skólaskyldualdri. Í leikskólum borgarinnar er unnið metnaðarfullt starf og það gríðarlega mikla nám barnanna sem fer þar fram er oft vanmetið, kannski af því að leikurinn er sú námsaðferð sem leikskólarnir nota. Rannsóknir sýna að nákvæmlega sú leið skilar mestum árangri í námi barna. Foreldrakannanir á vegum Leikskólasviðs hafa sýnt mikla ánægju foreldra með leikskólastarfið og þarf að kappkosta að svo verði áfram. Á þeim erfiðu tímum sem við göngum nú í gegnum hefur því miður þurft að beita niðurskurðarhnífnum harkalega þó leikskólunum hafi verið hlíft eins og hægt var með minni hagræðingarkröfu. Starfsfólk leikskólanna hefur lagt á sig mikla vinnu til að halda uppi faglegu starfi og óbreyttri þjónustu og á heiður skilinn fyrir það. Ég tel að nú verði ekki gengið lengra og leikskólarnir séu farnir að nálgast hættumörk. Þrátt fyrir miklar áherslur á að verja grunnþjónustuna er þjónustan farin að skerðast og við verðum að vera heiðarleg og horfast í augu við það. Fólk getur síðan deilt um hvort það sé grunnþjónustan sem hafi skerst eða ekki.Afleysingastörf hafa verið skorin niður og bitnar það m.a. illa á undirbúningstímum fagfólks. Af því leiðir að minni tími er til að undirbúa faglegt starf leikskólans sem bitnar á endanum á þjónustu við börnin og er starfsfólk uggandi vegna þessa. Undirmönnun vegna veikinda starfsmanna er víða vandamál og frábært starfsfólk leikskólanna leggur mikið á sig til að "láta daginn ganga upp" en þetta þarf að lagfæra. Símenntun starfsmanna hefur látið undan síga að undanförnu, kaup á kennslugögnum stórlega skorin niður o.s.frv. Matarkostnaður hefur hækkað gríðarlega eins og allir vita og sífellt erfiðara er að halda uppi þeim gæðum sem krafist er. Tilraunaverkefni er þó að fara í gang í Vesturbænum í leik- og grunnskólum um sameiginleg matarinnkaup og verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig til tekst. En það hefur ýmislegt jákvætt gerst í leikskólamálum á kjörtímabilinu og verður að halda því til haga líka. Hlutfall fagfólks hefur aldrei verið hærra og stöðugleiki í starfsmannahaldi er mikill. Sérkennsla og stuðningur við börn af erlendum uppruna eru í nokkuð góðum málum. Hvatningarverðlaun leikskólaráðs eru viðurkenning til starfsmanna leikskólanna fyrir vel unnin störf, Brú er samræðuvettvangur fagfólks og foreldra á leik- og grunnskólastigi og Stóri leikskóladagurinn er haldinn árlega þar sem leikskólum borgarinnar er boðið að kynna sameiginlega ýmis verkefni úr sínum skóla. Á þeim tímum sem við erum að upplifa núna eru börnin það sem við verðum að setja í algjöran forgang. Við megum aldrei gleyma því að leik- og grunnskólar gegna mikilvægu hlutverki fyrir viðkvæmustu þegnana.. Þessi hópur er framtíðin, það eru þau sem taka við keflinu og við höfum ekki leyfi til annars en að veita þeim þá bestu þjónustu sem völ er á svo þau geti áfram leikið og lært undir leiðsögn fagfólks. Í komandi kosningum leggur Framsóknarflokkurinn í Reykjavík mikla áherslu á að tryggður verði réttur leikskólabarna til náms og leiks og staðinn verði vörður um þetta fyrsta skólastig sem og grunnskólastigið. Sérkennsla auk stuðnings við börn með fleiri en eitt móðurmál eru þættir sem vega þungt í skólakerfinu og ber að passa upp á að sú þjónusta skerðist ekki. Höfundur er leikskólastjóri og skipar 10. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar