Skutluskáldið Tobba gefur út í dag 27. maí 2010 11:30 Þorbjörg Marinósdóttir gefur út sína fyrstu skáldsögu, Makalaus, í dag. Fréttablaðið/Stefán Fjölmiðlakonan Þorbjörg Marinósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marinós, gefur út sína fyrstu bók, Makalaus, í dag. Í bókinni fjallar Tobba hispurslaust um íslenska stefnumótamenningu og að sögn útgefanda bókarinnar er þetta skutluskáldskapur af bestu sort. „Þetta er skáldsaga sem fjallar um einhleypa stelpu í Reykjavík og samskipti hennar við hitt kynið en flestir atburðir bókarinnar eru byggðir á raunverulegum atburðum,“ útskýrir Þorbjörg. Hún hefur haldið úti bloggi á DV.is í rúmt ár og kveðst fljótlega hafa tekið eftir því að þær færslur sem voru hvað mest lesnar voru þær er fjölluðu um samskipti kynjanna og því hafi hún ákveðið að skrifa bók um efnið. „Mig minnir að hver færsla sem fjallaði um samskipti kynjanna hafi verið lesin af um sjö þúsund manns og af því að dæma er augljóst að það er markaður fyrir skáldskap sem þennan hér á landi. Það sem kom mér kannski hvað mest á óvart var að kynjahlutfall lesenda var næstum jafnt og karlarnir voru jafn duglegir að tjá sig um færslurnar og konurnar. Mér fannst líka fyndið hvað þeir upplifðu hlutina allt öðru vísi en við og það er kannski svolítið kjarni bókarinnar; hvað við upplifum hlutina á mismunandi hátt.“ Skutluskáldskapur er gríðarlega vinsæll bókaflokkur erlendis og fjalla bækurnar flestar um ungar framakonur og leit þeirra að hinum eina sanna. Á Íslandi hafa áður komið út bækur sem flokka mætti sem skutluskáldskap en Þorbjörg telur að Makalaus sé fyrsta bókin sem skrifuð sé sérstaklega með þennan markað í huga. Innt eftir því hvort búast megi við fleiri bókum frá henni í framtíðinni svarar Þorbjörg því játandi. „Ég er næstum byrjuð á annarri bók. Þegar maður er einhleypur verður maður að skrifa þetta niður og tappa af. Sagan er reyndar það persónuleg að ég er skíthrædd við að hún verði skotin niður en ég verð sátt ef hún fær þó ekki nema eina manneskju til að hlæja upphátt,“ segir Þorbjörg kát. Útgáfuhóf verður haldið klukkan 17.00 í dag á Austur í tilefni útgáfu bókarinnar. sara@frettabladid.is Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Fjölmiðlakonan Þorbjörg Marinósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marinós, gefur út sína fyrstu bók, Makalaus, í dag. Í bókinni fjallar Tobba hispurslaust um íslenska stefnumótamenningu og að sögn útgefanda bókarinnar er þetta skutluskáldskapur af bestu sort. „Þetta er skáldsaga sem fjallar um einhleypa stelpu í Reykjavík og samskipti hennar við hitt kynið en flestir atburðir bókarinnar eru byggðir á raunverulegum atburðum,“ útskýrir Þorbjörg. Hún hefur haldið úti bloggi á DV.is í rúmt ár og kveðst fljótlega hafa tekið eftir því að þær færslur sem voru hvað mest lesnar voru þær er fjölluðu um samskipti kynjanna og því hafi hún ákveðið að skrifa bók um efnið. „Mig minnir að hver færsla sem fjallaði um samskipti kynjanna hafi verið lesin af um sjö þúsund manns og af því að dæma er augljóst að það er markaður fyrir skáldskap sem þennan hér á landi. Það sem kom mér kannski hvað mest á óvart var að kynjahlutfall lesenda var næstum jafnt og karlarnir voru jafn duglegir að tjá sig um færslurnar og konurnar. Mér fannst líka fyndið hvað þeir upplifðu hlutina allt öðru vísi en við og það er kannski svolítið kjarni bókarinnar; hvað við upplifum hlutina á mismunandi hátt.“ Skutluskáldskapur er gríðarlega vinsæll bókaflokkur erlendis og fjalla bækurnar flestar um ungar framakonur og leit þeirra að hinum eina sanna. Á Íslandi hafa áður komið út bækur sem flokka mætti sem skutluskáldskap en Þorbjörg telur að Makalaus sé fyrsta bókin sem skrifuð sé sérstaklega með þennan markað í huga. Innt eftir því hvort búast megi við fleiri bókum frá henni í framtíðinni svarar Þorbjörg því játandi. „Ég er næstum byrjuð á annarri bók. Þegar maður er einhleypur verður maður að skrifa þetta niður og tappa af. Sagan er reyndar það persónuleg að ég er skíthrædd við að hún verði skotin niður en ég verð sátt ef hún fær þó ekki nema eina manneskju til að hlæja upphátt,“ segir Þorbjörg kát. Útgáfuhóf verður haldið klukkan 17.00 í dag á Austur í tilefni útgáfu bókarinnar. sara@frettabladid.is
Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“