Innlent

Kýldi og skallaði lögreglu

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir að kýla lögreglumann í andlitið og skalla annan lögreglumann í ennið.

Fyrri árásin átti sér stað á lögreglustöðinni á Húsavík. Lögreglumaðurinn hafði afskipti af manninum, sem sló hann þá. Hinn fyrrnefndi marðist í andliti og hlaut áverka undan högginu.

Síðara atvikið átti sér stað á Akureyri. Þá hafði lögreglumaður einnig afskipti af manninum sem ákærður er fyrir að hafa þá skallað hann í ennið og slegið hann með krepptum hnefa í höfuðið.- jss








Fleiri fréttir

Sjá meira


×