Lífið

Gísli Örn flottur í tauinu á stærstu frumsýningu sögunnar

Tinni Sveinsson skrifar
Dagatalið hjá Gísla Erni hlýtur að vera útkrotað þennan mánuðinn.
Dagatalið hjá Gísla Erni hlýtur að vera útkrotað þennan mánuðinn.

Ofurframleiðandinn Jerry Bruckheimer grínast ekki þegar kemur að stórmyndum hans. Sú nýjasta, Prince of Persia, var frumsýnd í Westerfield-verslunarmiðstöðinni í London í gær. Dugði þá ekkert minna en stærsta kvikmyndafrumsýning sögunnar í Bretlandi, eða þannig kynnti Bruckheimer hana að minnsta kosti.

Gísli Örn Garðarsson var að sjálfsögðu mættur á svæðið og flottur á því, enda fer hann með hlutverk foringja Hassansin-hópsins, sem eru helstu andstæðingar Jake Gyllenhaal í myndinni.

Gísli staldrar væntanlega stutt við í London að þessu sinni þar sem Rómeó og Júlía Vesturports fer aftur á fjalirnar í Borgarleikhúsinu á morgun. Honum hefur einnig verið boðið að taka þátt í viðhafnarsýningu myndarinnar í Los Angeles 17. maí en þarf þá að vera snöggur til baka þar sem hann á að sýna í Borgarleikhúsinu daginn eftir.

Hér má sjá myndband af rauða dreglinum og skemmtiatriðunum á undan sýningunni.

Hér er stutt viðtal við Gísla tekið á tökustað þar sem hann er ennþá farðaður að hluta.



Prinsessan og prinsinn, Gemma Arterton og Jake Gyllenhaal.
Ben Kingsley með eiginkonu sinni, hinni brasilísku Daniela Barbosa de Carneiro.
Breska söngkonan Kerry Katona.
Leikarinn Reece Ritchie.
Jake Gyllenhaal er hress, enda myndin engin smásmíði.
Írska söngkonan Una Healy.
Gemma Arterton er nýjasta stjarna Englendinga.
Breska söngkonan Paloma Faith.
Gísli Örn Garðarsson tekur sig vel út á rauða dreglinum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.