Webber: Heimasigur væri kærkominn 25. mars 2010 14:41 Mark Webber var á fundi með blaðamönnum í Melbourne í dag og líst vel á mótshelgina á heimavelli. Mynd: Getty Images Ástralinn Mark Webber var meðal ökumanna á formlegum blaðamannafundi með keppendum. Hann er með bíl sem gæti náð toppsæti, en telur að árangur í tímatökum skipti höfuðmáli, en hann vann tvö mót í fyrra. "Það væri frábært að vinna á heimavelli og það er nokkuð sem alla ökumenn langar, en það eru ekki allir ökumenn með heimavöll. Ég er lánsamur hvað það varðar. Bíllinn er góður og við erum með gott tækifæri til að ná árangri, en það þarf allt að ganga upp. Bíllinn var góður í Barein, en mér mistókst í tímatökunni og það reyndist dýrkeypt. En bíllinn var frábær í keppninni og ég hlakka til þeirra móta sem eftir eru", sagði Webber. "Sjálfur er ég í góðu formi og tilbúinn í slaginn, ekki bara fyrir þessa helgi. Ég þarf ekki að hugsa um brotinn fótlegg eins og í fyrra og þarf bara að hugsa um að keyra hratt", sagði Webber, en hann fótbrotnaði nokkuð illa nokkrum mánuðum fyrir síðasta keppnistímabil. Hann ók með titanium pinna í öðru fæti allt tímabilið, en kveðst hafa náð sér af þeim meiðslum. Webber telur að sigra á heimavelli og í Mónakó sé toppurinn, hvað mögulega sigra í einstökum mótum varðar. "Ég hef séð landa minn Mick Doohan vinna mótorhjólakappakstur á Philip Island og að vinna mót í heimsmeistarakeppni í eigin garði ef svo má segja er sérstök upplifun fyrir íþrótamann eða íþróttakonu." Ferrari og Red Bull hefur verið spáð góðu gengi í Melbourne og Webber mun njóta stuðnings heimamanna í hvívetna, eins og gefur að skilja. En hvað augum lítur Webber liðsfélaga sinn, Vettel sem náði forystu í síðasta móti? "Vettel er augljóslega fljótur og hann hefur alltaf verið það. En það eru fleiri gaurar sem eru snöggir og jafnræði meðal liða. Ég held að margir muni berjast um sigur í mótum á langri vertíð." Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Ástralinn Mark Webber var meðal ökumanna á formlegum blaðamannafundi með keppendum. Hann er með bíl sem gæti náð toppsæti, en telur að árangur í tímatökum skipti höfuðmáli, en hann vann tvö mót í fyrra. "Það væri frábært að vinna á heimavelli og það er nokkuð sem alla ökumenn langar, en það eru ekki allir ökumenn með heimavöll. Ég er lánsamur hvað það varðar. Bíllinn er góður og við erum með gott tækifæri til að ná árangri, en það þarf allt að ganga upp. Bíllinn var góður í Barein, en mér mistókst í tímatökunni og það reyndist dýrkeypt. En bíllinn var frábær í keppninni og ég hlakka til þeirra móta sem eftir eru", sagði Webber. "Sjálfur er ég í góðu formi og tilbúinn í slaginn, ekki bara fyrir þessa helgi. Ég þarf ekki að hugsa um brotinn fótlegg eins og í fyrra og þarf bara að hugsa um að keyra hratt", sagði Webber, en hann fótbrotnaði nokkuð illa nokkrum mánuðum fyrir síðasta keppnistímabil. Hann ók með titanium pinna í öðru fæti allt tímabilið, en kveðst hafa náð sér af þeim meiðslum. Webber telur að sigra á heimavelli og í Mónakó sé toppurinn, hvað mögulega sigra í einstökum mótum varðar. "Ég hef séð landa minn Mick Doohan vinna mótorhjólakappakstur á Philip Island og að vinna mót í heimsmeistarakeppni í eigin garði ef svo má segja er sérstök upplifun fyrir íþrótamann eða íþróttakonu." Ferrari og Red Bull hefur verið spáð góðu gengi í Melbourne og Webber mun njóta stuðnings heimamanna í hvívetna, eins og gefur að skilja. En hvað augum lítur Webber liðsfélaga sinn, Vettel sem náði forystu í síðasta móti? "Vettel er augljóslega fljótur og hann hefur alltaf verið það. En það eru fleiri gaurar sem eru snöggir og jafnræði meðal liða. Ég held að margir muni berjast um sigur í mótum á langri vertíð."
Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira