Handbolti

Norðmenn unnu glæsilegan sigur á Rússum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frank Loke skoraði fimm mörk fyrir Norðmenn í dag.
Frank Loke skoraði fimm mörk fyrir Norðmenn í dag. Mynd/AFP
Norðmenn komu til baka eftir tap á móti Króötum og unnu fjögurra marka sigur á Rússum, 28-24, í öðrum leik liðanna í A-riðli á Evrópumótinu í handbolta í Austurríki.

Noregur og Rússland eru því bæði með tvö stig eftir tvo leiki því á sama tíma og Noregur tapaði 23-25 fyrir Króatíu í fyrsta leik unnu Rússar 37-33 sigur á Úkraínu.

Norðmenn voru með frumkvæðið allan leikinn og voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 16-13. Norska liðið var síðan sex mörkum yfir, 28-22, þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir en Rússa löguðu stöðuna með tveimur síðustu mörkunum.

Kristian Kjelling skoraði 8 mörk fyrir Norðmenn, Frank Loke var með fimm mörk og þeir Havard Tvedten og Kjetil Strand skoruðu báðir fjögur mörk.

Dimitry Kovalev og Alexey Rastvortsev skoruðu báðir fjögur mörk fyrir Rússa í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×