Innlent

Tíu ára á gjörgæslu eftir umferðarslys

Tíu ára drengur sem ekið var á í Reykjanesbæ í gær liggur á gjörgæsludeild Landspítalans. Læknir á deildinni segir ástand hans stöðugt og honum sé ekki haldið sofandi.

Slysið varð um klukkan sjö í miðbæ Keflavíkur gærkvöldi þegar drengurinn ætlaði að fara yfir götu á reiðhjóli. Hann hlaut meiðsli á höfði en lögreglumaður sem fréttastofa Bylgjunnar ræddi við í morguin segir að hjálmur sem drengurinn var með hafi hugsanlega gert gæfumuninn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×