Lífið

Rihanna vill engar auglýsingar

Rihanna vill ekki að myndbönd sín þjóni sem auglýsing fyrir stórfyrirtæki.
Rihanna vill ekki að myndbönd sín þjóni sem auglýsing fyrir stórfyrirtæki. Nordicphotos/Getty
Rihanna vill síður að vörur stórfyrirtækja fái birtingu í tónlistarmyndböndum sínum þar sem henni finnst sem að verið sé að gera myndböndin að auglýsingaherferð.

Hún segir að fjöldi listamanna samþykki að birta vörur í myndböndum sínum til að halda niðri kostnaði við gerð þeirra. „Ég þoli ekki vörubirtingu í mynböndum mínum. Þau ættu fyrst og fremst að segja söguna á bak við lagið, ekki þjóna sem auglýsing," segir söngkonan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.