Button vann í stormasamri keppni 18. apríl 2010 10:12 Jenson Button vann í rigningarkeppni í K'ina. Mynd: Getty Images Bretinn Jenson Button á McLaren fagnaði sigri í kínverska Formúlu 1 kappakstrinum í Sjanghæ í dag, eftir að veðurguðirnir kínversku höfðu hrært upp í gangi mála hvað eftir annað. Lewis Hamilton fylgi Button í endmark í öðru sæti og Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji. Sebastian Vettel var fremstur á ráslínu, en missti strax Fernando Alonso framúr sér sem þjófstartaði reyndar og hlaut refsingu fyrir. Nico Rosberg leiddi svo mótið efir að hann kaus að skipta ekki yfir á regndekk eins og margir gerðu eftir fyrstu hringina. En Rosberg gerði mistök í beygju og tokst Button að smeygja sér framúr Rosberg og ná forystu. En keppendur tóku margir hverjir mörg hlé til dekkjaskipta og oft var erfitt að ráða í stöðuna, vegna sífelldra breytinga hvað veðrið varðar. Skömmu eftir framúrakstur Buttons á Rosberg voru allir komnir á regndekk. Vegna óhapps í brautinni´þurfti að endurræsa keppnina, eftir að öryggisbíllinn kom út og Button hélt sinni stöðu óhikað. Hamilton vann sig hægt og bítandi upp stöðulistann og náði framúr Rosberg í kapphlaupinu um annað sætið, þegar ökumenn skiptu á annan gang af regndekkjum fyrir lokasprettinn. Button hélt sttöðu sinni á meðan hver framúraksturinn af öðrum leit dagsins ljós í brautinni, meira og minna frá upphafi mótsins. Hamilton þokaðist nær Button í lokin og munaði aðeins 1.5 sekúndum á þeim í gengum endamarkið. Rosberg náði að halda þriðja sæti á undan Alonso. Lokastaðan Lokastaðan í Kína 1. Button McLaren-Mercedes 1:44:42.163 2. Hamilton McLaren-Mercedes + 1.530 3. Rosberg Mercedes + 9.484 4. Alonso Ferrari + 11.869 5. Kubica Renault + 22.213 6. Vettel Red Bull-Renault + 33.310 7. Petrov Renault + 47.600 8. Webber Red Bull-Renault + 52.172 9. Massa Ferrari + 57.796 10. Schumacher Mercedes + 1:01.749 Stigin 1. Button 60 1. McLaren-Mercedes 109 2. Rosberg 50 2. Ferrari 90 3. Alonso 49 3. Red Bull-Renault 73 4. Hamilton 49 4. Mercedes 60 5. Vettel 45 5. Renault 46 6. Massa 41 6. Force India-Mercedes 18 7. Kubica 40 7. Williams-Cosworth 6 8. Webber 28 8. Toro Rosso-Ferrari 2 9. Sutil 10 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Bretinn Jenson Button á McLaren fagnaði sigri í kínverska Formúlu 1 kappakstrinum í Sjanghæ í dag, eftir að veðurguðirnir kínversku höfðu hrært upp í gangi mála hvað eftir annað. Lewis Hamilton fylgi Button í endmark í öðru sæti og Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji. Sebastian Vettel var fremstur á ráslínu, en missti strax Fernando Alonso framúr sér sem þjófstartaði reyndar og hlaut refsingu fyrir. Nico Rosberg leiddi svo mótið efir að hann kaus að skipta ekki yfir á regndekk eins og margir gerðu eftir fyrstu hringina. En Rosberg gerði mistök í beygju og tokst Button að smeygja sér framúr Rosberg og ná forystu. En keppendur tóku margir hverjir mörg hlé til dekkjaskipta og oft var erfitt að ráða í stöðuna, vegna sífelldra breytinga hvað veðrið varðar. Skömmu eftir framúrakstur Buttons á Rosberg voru allir komnir á regndekk. Vegna óhapps í brautinni´þurfti að endurræsa keppnina, eftir að öryggisbíllinn kom út og Button hélt sinni stöðu óhikað. Hamilton vann sig hægt og bítandi upp stöðulistann og náði framúr Rosberg í kapphlaupinu um annað sætið, þegar ökumenn skiptu á annan gang af regndekkjum fyrir lokasprettinn. Button hélt sttöðu sinni á meðan hver framúraksturinn af öðrum leit dagsins ljós í brautinni, meira og minna frá upphafi mótsins. Hamilton þokaðist nær Button í lokin og munaði aðeins 1.5 sekúndum á þeim í gengum endamarkið. Rosberg náði að halda þriðja sæti á undan Alonso. Lokastaðan Lokastaðan í Kína 1. Button McLaren-Mercedes 1:44:42.163 2. Hamilton McLaren-Mercedes + 1.530 3. Rosberg Mercedes + 9.484 4. Alonso Ferrari + 11.869 5. Kubica Renault + 22.213 6. Vettel Red Bull-Renault + 33.310 7. Petrov Renault + 47.600 8. Webber Red Bull-Renault + 52.172 9. Massa Ferrari + 57.796 10. Schumacher Mercedes + 1:01.749 Stigin 1. Button 60 1. McLaren-Mercedes 109 2. Rosberg 50 2. Ferrari 90 3. Alonso 49 3. Red Bull-Renault 73 4. Hamilton 49 4. Mercedes 60 5. Vettel 45 5. Renault 46 6. Massa 41 6. Force India-Mercedes 18 7. Kubica 40 7. Williams-Cosworth 6 8. Webber 28 8. Toro Rosso-Ferrari 2 9. Sutil 10
Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira