Innlent

Ný bæjarstjórn Kópavogs kemur saman

Guðrún hefur áður unnið sem sviðsstjóri tómstunda- og menningarsviðs Kópavogsbæjar verið fjármálastjóri bæjarins.
Guðrún hefur áður unnið sem sviðsstjóri tómstunda- og menningarsviðs Kópavogsbæjar verið fjármálastjóri bæjarins.

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar í Kópavogi hefst klukkan 16 í dag. Þar verður Guðrún Pálsdóttir, kosin nýr bæjarstjóri, en jafnframt verður kosið í helstu embætti, nefndir og ráð.

Fundurinn fer fram í bæjarstjórnarsalnum, Fannborg 2, Kópavogi. Á sama stað klukkan þrjú í dag verður undirrituð formleg yfirlýsing um meirihlutasamstarf Lista Kópavogsbúa, Næstbesta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í Kópavogi. Þá verður jafnframt málefnasamningur meirihlutans kynntur.

Guðrún hefur áður unnið sem sviðsstjóri tómstunda- og menningarsviðs bæjarins og verið fjármálastjóri Kópavogsbæjar. Guðrún tekur við af Gunnsteini Sigurðssyni, sem hefur setið frá 1. júlí 2009.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×