Íslensk matreiðsla í mikilli sókn 25. maí 2010 11:45 John Swarbrooke er hér ásamt starfsfólki Menntaskólans í Kópavogi. Fréttablaðið/Stefán John Swarbrooke, prófessor í ferðamálafræðum við César Ritz College í Sviss, heimsótti Ísland fyrir stuttu og hélt hér fyrirlestur um ferðaiðnaðinn auk þess sem hann heimsótti nemendur og starfsfólk við Menntaskólann í Kópavogi, sem starfar náið með César Ritz. Swarbrooke hefur skrifað fjölda bóka um ferðaiðnaðinn sem þýddar hafa verið á yfir tíu tungumál. „Ég heimsótti Ísland fyrst fyrir 37 árum og ferðaiðnaðurinn hér hefur breyst gríðarlega síðan þá. Samgöngur hafa breyst mikið síðustu árin en það sem mér finnst hafa tekið mestum framförum er matreiðslan. Áður þegar ég sótti landið heim borðaði ég úti af nauðsyn en í dag er það einstök lífsreynsla að snæða á íslenskum veitingastöðum, hráefnið er frábært og Íslendingar gætu notfært sér þessi sérkenni enn frekar við markaðssetningu á landinu," segir Swarbrooke. Hrífst af íslandi John Swarbrooke, ferðamálaprófessor við César Ritz í Sviss, segist vera heillaður af íslenskum vetri. Mynd/Helgi Kristjánsson Að sögn prófessorsins kemur það honum á óvart að ferðamannastraumur til landsins skuli enn vera í hámarki yfir sumartímann þar sem vetrarmánuðirnir hafi upp á margt að bjóða. „Það er til dæmis kaldara í Sviss yfir veturinn heldur en á Íslandi, þess vegna ætti veður ekki að hafa mikil áhrif á straum ferðamanna hingað til lands á þessum árstíma. Hér er einnig nóg um að vera á veturnar, það er bara spurning um að markaðssetja landið rétt til að draga fólk að. Það er ekki nóg að kynna fyrirtæki og ferðamöguleika fyrir fólki þegar það er komið til landsins heldur þarf einnig að markaðssetja vöruna erlendis til að lokka ferðamenn til landsins." Aðspurður segir Swarbrooke að Íslendingar ættu ekki einungis að einblína á þann fjölda ferðamanna sem kemur til landsins árlega, heldur eigi einnig að reyna að hámarka þjónustu við þá og auka þannig tekjurnar. „Íslendingar ættu að reyna að nýta sér slæmt gengi krónunnar á meðan það varir, því nú er landið orðið viðráðanlegt fyrir fjölda fólks sem hafði áður ekki haft efni á að koma hingað." - sm Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
John Swarbrooke, prófessor í ferðamálafræðum við César Ritz College í Sviss, heimsótti Ísland fyrir stuttu og hélt hér fyrirlestur um ferðaiðnaðinn auk þess sem hann heimsótti nemendur og starfsfólk við Menntaskólann í Kópavogi, sem starfar náið með César Ritz. Swarbrooke hefur skrifað fjölda bóka um ferðaiðnaðinn sem þýddar hafa verið á yfir tíu tungumál. „Ég heimsótti Ísland fyrst fyrir 37 árum og ferðaiðnaðurinn hér hefur breyst gríðarlega síðan þá. Samgöngur hafa breyst mikið síðustu árin en það sem mér finnst hafa tekið mestum framförum er matreiðslan. Áður þegar ég sótti landið heim borðaði ég úti af nauðsyn en í dag er það einstök lífsreynsla að snæða á íslenskum veitingastöðum, hráefnið er frábært og Íslendingar gætu notfært sér þessi sérkenni enn frekar við markaðssetningu á landinu," segir Swarbrooke. Hrífst af íslandi John Swarbrooke, ferðamálaprófessor við César Ritz í Sviss, segist vera heillaður af íslenskum vetri. Mynd/Helgi Kristjánsson Að sögn prófessorsins kemur það honum á óvart að ferðamannastraumur til landsins skuli enn vera í hámarki yfir sumartímann þar sem vetrarmánuðirnir hafi upp á margt að bjóða. „Það er til dæmis kaldara í Sviss yfir veturinn heldur en á Íslandi, þess vegna ætti veður ekki að hafa mikil áhrif á straum ferðamanna hingað til lands á þessum árstíma. Hér er einnig nóg um að vera á veturnar, það er bara spurning um að markaðssetja landið rétt til að draga fólk að. Það er ekki nóg að kynna fyrirtæki og ferðamöguleika fyrir fólki þegar það er komið til landsins heldur þarf einnig að markaðssetja vöruna erlendis til að lokka ferðamenn til landsins." Aðspurður segir Swarbrooke að Íslendingar ættu ekki einungis að einblína á þann fjölda ferðamanna sem kemur til landsins árlega, heldur eigi einnig að reyna að hámarka þjónustu við þá og auka þannig tekjurnar. „Íslendingar ættu að reyna að nýta sér slæmt gengi krónunnar á meðan það varir, því nú er landið orðið viðráðanlegt fyrir fjölda fólks sem hafði áður ekki haft efni á að koma hingað." - sm
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira