Handboltamaður var í kvöld kosinn Íþróttamaður ársins í tíunda skiptið í 54 ára sögu kjörs Samtaka Íþróttafréttamanna. Nýkrýndur Íþróttamaður ársins, Ólafur Stefánsson, var að hljóta þessi verðlaun í fjórða skiptið á ferlinum og er eini handboltamaðurinn sem hefur hlotið þau oftar en einu sinni.
Handboltamenn hafa nú verið kosnir Íþróttamenn ársins þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum og alls fimm sinnum á áratugnum.
Frjálsíþróttamenn hafa oftast verið kosnir Íþróttamenn ársins eða 21 sinni en handbolti er aðeins önnur íþróttagreinin í sögu kjörsins sem brýtur tuginn.
Handboltamenn sem hafa verið kosnir Íþróttamenn ársins:
1964 Sigríður Sigurðardóttir, Val
1968 Geir Hallsteinsson, FH
1971 Hjalti Einarsson, FH
1989 Alfreð Gíslason, Bidasoa
1997 Geir Sveinsson, Montpellier
2002 Ólafur Stefánsson, Magdeburg
2003 Ólafur Stefánsson, Magdeburg/Ciudad Real
2006 Guðjón Valur Sigurðsson, Gummersbach
2008 Ólafur Stefánsson, Ciudad Real
2009 Ólafur Stefánsson, Ciudad Real/Rhein Neckar Löwen
Íþróttagreinar með flesta Íþróttamenn ársins 1956-2009:
Frjálsar Íþróttir 21
Handbolti 10
Sund 8
Knattspyrna 8
Kraftlyftingar 3
Þolfimi 1
Körfubolti 1
Júdó 1
Hestaíþróttir 1
Í tíunda skipti sem handboltamaður er Íþróttamaður ársins
