Innlent

Vilja 33 milljónir vegna bókaþjófnaðar og hylmingar

Málið var þingfest í gærmorgun.
Málið var þingfest í gærmorgun.

Aðstandendur Böðvars Kvarans krefja tvo menn um 33 milljónir í skaðabætur fyrir að hafa annarsvegar stolið nálægt 300 fornbókum út dánarbúi hans og að hafa tekið við þýfinu.

Það er Hjörleifur B. kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, sem lagði fram kröfuna fyrir hönd bræðra sinna.

Böðvar Ingvi Jakobsson hefur verið ákærður fyrir að stela bókunum. Aftur á móti hefur Ari Gísli Bragason, sonur Braga Kristjónssonar fornbókasala, verið ákærður fyrir að taka við bókunum vitandi vits að um þýfi væri að ræða og þar með hafi hann gerst sekur um hylmingu.

Málið vakti talsverða athygli í janúar 2008 en þá sagði Hjörleifur í viðtali við dagblaðið 24 stundir, að Ari, sem er sonur Braga Kristjónssonar fornbókasala, væri samsekur í málinu. Ari kom þá í viðtal á Stöð 2 þar sem hann hótaði að fara í meiðyrðamál vegna ásakanna Hjörleifs.

Ari sagðist hafi keypt bækur úr safninu í góðri trú af einstaklingi sem hafi boðið þær til sölu. Bókunum hafi hins vegar verið skilað þegar upp komst að um þýfi væri að ræða. Hann sagði ásakanir Hjörleifs vera úr lausu lofti gripnar.


Tengdar fréttir

Ákærðir fyrir stórfelldan bókaþjófnað

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært Ara Gísla Bragason og Böðvar Yngva Jakobsson fyrir þjófnað á tugum bóka úr dánarbúi Böðvars Kvarans á seinni hluta ársins 2006 og fyrri hluta ársins 2007.

Segist saklaus af bókaþjófnaði

Ari Gísli Bragason fornbókasali segist vera saklaus af bókaþjófnaði en eins og Vísir greindi frá fyrr í dag hefur hann verið ákærður ásamt Böðvari Kvaran fyrir þjófnað á tugum bóka úr dánarbúi Böðvars Kvaran. Í samtali við Pressuna segist Ari vera miður sín yfir ákærunni en hann er sagður hafa vitandi vits tekið við stolnum bókum til endursölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×