Svifryk í Reykjavík fer sennilega yfir heilsuverndarmörk í dag. Svifrykið getur verið að berast víðsvegar að, meðal annars frá öskufallssvæðinu við Eyjafjallajökul.
Suðaustlægar áttir eru ríkjandi og töluverður vindur er til staðar. Búist er við úrkomu í kvöld sem ætti að slá á rykmengunina.