Heimsækja 206 lönd í einum rykk - Ísland númer 93 Tinni Sveinsson skrifar 31. maí 2010 11:15 Antonio, Kelly og Tony lentu á besta tíma á Íslandi, á kosninga- og Eurovision-deginum. Þau Antonio Santiago frá Mexíkó, Kelly Ferris frá Belgíu og Tony Martin frá Bandaríkjunum byrjuðu í brjáluðu, eins árs ferðalagi um áramót. Þau komu hingað á föstudag en stoppuðu stutt og flugu aftur af stað í gær. Ísland var 93 landið af 206 sem þau ætla að heimsækja á einu ári. Tríóið var valið í kosningu á netinu til að heimsækja þau lönd sem selja kók og kallast þau hamingjusendiherrar Coca-cola fyrirtækisins. Verkefnið sem þeim ber að sinna er að kynnast heimamönnum á hverjum stað og reyna að komast að því hvað gerir þá hamingjusama. Við Íslendingar vorum nokkuð heppnir að þau skyldu lenda hérna einmitt á laugardaginn þegar kosið var um allt land og Eurovision-veislur skipulagðar í öðru hverju húsi um kvöldið. Það er hætt við því að fólk hafi verið í mjög góðu skapi og það verði skráð í skýrslur hópsins.Heimi stóð til boða að fara í 206 landa ferðalagið en hafnaði boðinu. Hann hannar í staðinn kók í gleri sem fer á safn í Bandaríkjunum.Leikmyndahönnuðurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Heimir Sverrisson var á meðal þeirra sem kom til greina að færi í þennan leiðangur um gervallan heiminn. Heimir er sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnur eftir að hann birtist á Skjá einum í heimildarmynd um ferð hans með syni sínum um Kína. Heimi bauðst að taka þátt í leiðangrinum á vegum Coca-cola en afþakkaði þar sem að hann treysti sér ekki til að skuldbinda sig til ferðalaga í heilt ár og skilja allt eftir hér heima á Íslandi. Heimir fær þó að aðeins að koma nálægt verkefninu því að hann hefur umsjón með íslenskri hönnun á lítilli kók í gleri (ásamt Sruli Recht) sem Íslendingar láta í skiptum fyrir grænlenska útfærslu flöskurnar í eins konar listrænu boðhlaupi hópsins með þessa frægu flösku. Flöskurnar með útfærslu listamanna frá öllum löndum heims verða svo til sýnis í safni Coca-Cola í Atlanta í Bandaríkjunum. Ferðalagið reynir væntanlega mikið á. Áður en lagt var af stað fengu þau góðan undirbúning í því hvernig eigi að halda líkamlegri og andlegri heilsu á ferðalaginu. Þau fengu líka stutta kynningu á því hvernig eigi að pakka hratt niður og fengu að smakka alls kyns framandi mat frá öllum heimshornum. Þeim var einnig kennt að segja „what makes you happy" á fjölda tungumála svo að þau geti spurt fólk víða um heim. Þau hófu ferðalagið í Madrid á Spáni 1. janúar síðastliðinn og enda í Atlanta í Bandaríkjunum 31.desember. Niðurstöðurnar birta þau svo í bloggfærslum og á samfélagsmiðlum eins og Twitter, bloggi og Facebook. Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Þau Antonio Santiago frá Mexíkó, Kelly Ferris frá Belgíu og Tony Martin frá Bandaríkjunum byrjuðu í brjáluðu, eins árs ferðalagi um áramót. Þau komu hingað á föstudag en stoppuðu stutt og flugu aftur af stað í gær. Ísland var 93 landið af 206 sem þau ætla að heimsækja á einu ári. Tríóið var valið í kosningu á netinu til að heimsækja þau lönd sem selja kók og kallast þau hamingjusendiherrar Coca-cola fyrirtækisins. Verkefnið sem þeim ber að sinna er að kynnast heimamönnum á hverjum stað og reyna að komast að því hvað gerir þá hamingjusama. Við Íslendingar vorum nokkuð heppnir að þau skyldu lenda hérna einmitt á laugardaginn þegar kosið var um allt land og Eurovision-veislur skipulagðar í öðru hverju húsi um kvöldið. Það er hætt við því að fólk hafi verið í mjög góðu skapi og það verði skráð í skýrslur hópsins.Heimi stóð til boða að fara í 206 landa ferðalagið en hafnaði boðinu. Hann hannar í staðinn kók í gleri sem fer á safn í Bandaríkjunum.Leikmyndahönnuðurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Heimir Sverrisson var á meðal þeirra sem kom til greina að færi í þennan leiðangur um gervallan heiminn. Heimir er sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnur eftir að hann birtist á Skjá einum í heimildarmynd um ferð hans með syni sínum um Kína. Heimi bauðst að taka þátt í leiðangrinum á vegum Coca-cola en afþakkaði þar sem að hann treysti sér ekki til að skuldbinda sig til ferðalaga í heilt ár og skilja allt eftir hér heima á Íslandi. Heimir fær þó að aðeins að koma nálægt verkefninu því að hann hefur umsjón með íslenskri hönnun á lítilli kók í gleri (ásamt Sruli Recht) sem Íslendingar láta í skiptum fyrir grænlenska útfærslu flöskurnar í eins konar listrænu boðhlaupi hópsins með þessa frægu flösku. Flöskurnar með útfærslu listamanna frá öllum löndum heims verða svo til sýnis í safni Coca-Cola í Atlanta í Bandaríkjunum. Ferðalagið reynir væntanlega mikið á. Áður en lagt var af stað fengu þau góðan undirbúning í því hvernig eigi að halda líkamlegri og andlegri heilsu á ferðalaginu. Þau fengu líka stutta kynningu á því hvernig eigi að pakka hratt niður og fengu að smakka alls kyns framandi mat frá öllum heimshornum. Þeim var einnig kennt að segja „what makes you happy" á fjölda tungumála svo að þau geti spurt fólk víða um heim. Þau hófu ferðalagið í Madrid á Spáni 1. janúar síðastliðinn og enda í Atlanta í Bandaríkjunum 31.desember. Niðurstöðurnar birta þau svo í bloggfærslum og á samfélagsmiðlum eins og Twitter, bloggi og Facebook.
Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“