Borgaryfirvöldum til háborinnar skammar Jens Fjalar Skaptason skrifar 14. desember 2010 05:00 Samkvæmt greinargerð með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir fjárhagsárið 2011 eru verulegar breytingar á gjaldskrá leikskólasviðs lagðar til og munu þær að öllu óbreyttu taka gildi í upphafi næsta árs. Þessar breytingar fela í sér umtalsverða hækkun leikskólagjalda fyrir alla foreldra þar sem gert er ráð fyrir almennri hækkun um 5.35%. Allra verst mun þetta þó koma niður á þeim foreldrum þar sem annað þeirra stundar nám en hitt er útivinnandi því að auki við þessa almenna hækkun á gjaldskrá mun sérstakur námsmannaafsláttur í umræddum tilvikum verða afnumin með öllu. Í þessum tillögum hafa borgaryfirvöld ákveðið að fara þá leið að leggja þyngstu byrðarnar á herðar stúdenta. Fyrir foreldra í þessari aðstöðu og með barn á smábarnaleikskóla mun hækkun á leikskólagjöldum nema hátt í 9.000 krónur á mánuði. Þá er aðeins reiknað með afnámi námsmannaafsláttarins en 5.35% almenn hækkun ekki tekin með. Þá er með þessari upphæð einungi gert ráð fyrir einu barni, en séu viðkomandi einstaklingar með fleiri en eitt barn á sínu framfæri þá hefur borgin í hyggju að skerða systkinaafslátt umtalsvert. Greiðslubyrði fyrir foreldra, þar sem annað er í námi en hitt vinnu, með barn eldri en tveggja ára mun aukast um u.þ.b. 5.000 krónur sé aðeins tekið mið af námsmannaafslættinum. Þess ber að geta að afsláttur fyrir foreldra þar sem báðir eru námsmenn eða þeir eru einstæðir fellur ekki niður. Í ofangreindum sparnaðaraðgerðum borgarinnar fyrir næsta fjárhagsár eru námsmenn teknir sérstaklega fyrir og beinlínis gerðir að skotmarki. Mun eðlilegra myndi t.d. teljast að dreifa byrðunum yfir stærri hóp í stað þess að svo lítill hópur einstaklingar tæki á sig stærsta skellinn og stórauka með þeim hætti greiðslubyrði þeirra umfram aðra í svipaðri stöðu. Námsmenn eru sá þjóðfélagshópur sem hefur einna minnst úr að moða og má síst af öllum við sviptingum í greiðslubyrði en þess má geta að grunnframfærsla LÍN er umtalsvert lægri en atvinnuleysisbætur. Ætti stefna borgaryfirvalda ekki þvert á móti að miða að því að standa vörð um hagsmuni þeirra sem verst eru staddir? Benda verður á þá staðreynd í þessu samhengi að tiltölulega auðvelt er fyrir einstaklinga að skrá sig úr sambúð. Töluverð hætta er á því að foreldrar í umræddri stöðu muni grípa til þess örþrifaráðs að skrá sig úr sambúð til þess eins að ná endum saman. Það hefur aftur á móti þær afleiðingar í för með sér að Reykjavíkurborg stendur uppi með enn meiri kostnað en ella. Þetta er raunhæfur möguleiki og staðreynd sem borgaryfirvöld verða að taka inn í myndina. Stúdentaráð HÍ hefur nú fundað með formanni menntaráðs Reykjavíkurborgar sem og sviðsstjóra leikskólasviðs borgarinnar. Að mati Stúdentaráðs komu ekki fram nein haldbær rök sem réttlætt geta þessa hagsmunaskerðingu. Stúdentaráði hefur sömuleiðis verið tjáð að þverpólitísk sátt ríki um málið innan borgarstjórnar og einungis eigi eftir að afgreiða tillögurnar að forminu til, en það verður gert á fundi borgarstjórnar næsta þriðjudag, þann 14. desember. Um leið og Stúdentaráð hvetur alla stúdenta til að mæta á þennan opna fund borgarstjórnar klukkan 14.00 í dag þá krefjumst við þess að borgarstjóri sem og aðrir kjörnir borgarfulltrúar endurskoði tillögurnar með hagsmuni námsmanna að leiðarljósi. Það yrði borgaryfirvöldum til háborinnar skammar að seilast ofan í grunna vasa þessa afmarkaða hóps námsmanna og skerða kjör þeirra með þessum hætti ! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt greinargerð með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir fjárhagsárið 2011 eru verulegar breytingar á gjaldskrá leikskólasviðs lagðar til og munu þær að öllu óbreyttu taka gildi í upphafi næsta árs. Þessar breytingar fela í sér umtalsverða hækkun leikskólagjalda fyrir alla foreldra þar sem gert er ráð fyrir almennri hækkun um 5.35%. Allra verst mun þetta þó koma niður á þeim foreldrum þar sem annað þeirra stundar nám en hitt er útivinnandi því að auki við þessa almenna hækkun á gjaldskrá mun sérstakur námsmannaafsláttur í umræddum tilvikum verða afnumin með öllu. Í þessum tillögum hafa borgaryfirvöld ákveðið að fara þá leið að leggja þyngstu byrðarnar á herðar stúdenta. Fyrir foreldra í þessari aðstöðu og með barn á smábarnaleikskóla mun hækkun á leikskólagjöldum nema hátt í 9.000 krónur á mánuði. Þá er aðeins reiknað með afnámi námsmannaafsláttarins en 5.35% almenn hækkun ekki tekin með. Þá er með þessari upphæð einungi gert ráð fyrir einu barni, en séu viðkomandi einstaklingar með fleiri en eitt barn á sínu framfæri þá hefur borgin í hyggju að skerða systkinaafslátt umtalsvert. Greiðslubyrði fyrir foreldra, þar sem annað er í námi en hitt vinnu, með barn eldri en tveggja ára mun aukast um u.þ.b. 5.000 krónur sé aðeins tekið mið af námsmannaafslættinum. Þess ber að geta að afsláttur fyrir foreldra þar sem báðir eru námsmenn eða þeir eru einstæðir fellur ekki niður. Í ofangreindum sparnaðaraðgerðum borgarinnar fyrir næsta fjárhagsár eru námsmenn teknir sérstaklega fyrir og beinlínis gerðir að skotmarki. Mun eðlilegra myndi t.d. teljast að dreifa byrðunum yfir stærri hóp í stað þess að svo lítill hópur einstaklingar tæki á sig stærsta skellinn og stórauka með þeim hætti greiðslubyrði þeirra umfram aðra í svipaðri stöðu. Námsmenn eru sá þjóðfélagshópur sem hefur einna minnst úr að moða og má síst af öllum við sviptingum í greiðslubyrði en þess má geta að grunnframfærsla LÍN er umtalsvert lægri en atvinnuleysisbætur. Ætti stefna borgaryfirvalda ekki þvert á móti að miða að því að standa vörð um hagsmuni þeirra sem verst eru staddir? Benda verður á þá staðreynd í þessu samhengi að tiltölulega auðvelt er fyrir einstaklinga að skrá sig úr sambúð. Töluverð hætta er á því að foreldrar í umræddri stöðu muni grípa til þess örþrifaráðs að skrá sig úr sambúð til þess eins að ná endum saman. Það hefur aftur á móti þær afleiðingar í för með sér að Reykjavíkurborg stendur uppi með enn meiri kostnað en ella. Þetta er raunhæfur möguleiki og staðreynd sem borgaryfirvöld verða að taka inn í myndina. Stúdentaráð HÍ hefur nú fundað með formanni menntaráðs Reykjavíkurborgar sem og sviðsstjóra leikskólasviðs borgarinnar. Að mati Stúdentaráðs komu ekki fram nein haldbær rök sem réttlætt geta þessa hagsmunaskerðingu. Stúdentaráði hefur sömuleiðis verið tjáð að þverpólitísk sátt ríki um málið innan borgarstjórnar og einungis eigi eftir að afgreiða tillögurnar að forminu til, en það verður gert á fundi borgarstjórnar næsta þriðjudag, þann 14. desember. Um leið og Stúdentaráð hvetur alla stúdenta til að mæta á þennan opna fund borgarstjórnar klukkan 14.00 í dag þá krefjumst við þess að borgarstjóri sem og aðrir kjörnir borgarfulltrúar endurskoði tillögurnar með hagsmuni námsmanna að leiðarljósi. Það yrði borgaryfirvöldum til háborinnar skammar að seilast ofan í grunna vasa þessa afmarkaða hóps námsmanna og skerða kjör þeirra með þessum hætti !
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar