Borgaryfirvöldum til háborinnar skammar Jens Fjalar Skaptason skrifar 14. desember 2010 05:00 Samkvæmt greinargerð með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir fjárhagsárið 2011 eru verulegar breytingar á gjaldskrá leikskólasviðs lagðar til og munu þær að öllu óbreyttu taka gildi í upphafi næsta árs. Þessar breytingar fela í sér umtalsverða hækkun leikskólagjalda fyrir alla foreldra þar sem gert er ráð fyrir almennri hækkun um 5.35%. Allra verst mun þetta þó koma niður á þeim foreldrum þar sem annað þeirra stundar nám en hitt er útivinnandi því að auki við þessa almenna hækkun á gjaldskrá mun sérstakur námsmannaafsláttur í umræddum tilvikum verða afnumin með öllu. Í þessum tillögum hafa borgaryfirvöld ákveðið að fara þá leið að leggja þyngstu byrðarnar á herðar stúdenta. Fyrir foreldra í þessari aðstöðu og með barn á smábarnaleikskóla mun hækkun á leikskólagjöldum nema hátt í 9.000 krónur á mánuði. Þá er aðeins reiknað með afnámi námsmannaafsláttarins en 5.35% almenn hækkun ekki tekin með. Þá er með þessari upphæð einungi gert ráð fyrir einu barni, en séu viðkomandi einstaklingar með fleiri en eitt barn á sínu framfæri þá hefur borgin í hyggju að skerða systkinaafslátt umtalsvert. Greiðslubyrði fyrir foreldra, þar sem annað er í námi en hitt vinnu, með barn eldri en tveggja ára mun aukast um u.þ.b. 5.000 krónur sé aðeins tekið mið af námsmannaafslættinum. Þess ber að geta að afsláttur fyrir foreldra þar sem báðir eru námsmenn eða þeir eru einstæðir fellur ekki niður. Í ofangreindum sparnaðaraðgerðum borgarinnar fyrir næsta fjárhagsár eru námsmenn teknir sérstaklega fyrir og beinlínis gerðir að skotmarki. Mun eðlilegra myndi t.d. teljast að dreifa byrðunum yfir stærri hóp í stað þess að svo lítill hópur einstaklingar tæki á sig stærsta skellinn og stórauka með þeim hætti greiðslubyrði þeirra umfram aðra í svipaðri stöðu. Námsmenn eru sá þjóðfélagshópur sem hefur einna minnst úr að moða og má síst af öllum við sviptingum í greiðslubyrði en þess má geta að grunnframfærsla LÍN er umtalsvert lægri en atvinnuleysisbætur. Ætti stefna borgaryfirvalda ekki þvert á móti að miða að því að standa vörð um hagsmuni þeirra sem verst eru staddir? Benda verður á þá staðreynd í þessu samhengi að tiltölulega auðvelt er fyrir einstaklinga að skrá sig úr sambúð. Töluverð hætta er á því að foreldrar í umræddri stöðu muni grípa til þess örþrifaráðs að skrá sig úr sambúð til þess eins að ná endum saman. Það hefur aftur á móti þær afleiðingar í för með sér að Reykjavíkurborg stendur uppi með enn meiri kostnað en ella. Þetta er raunhæfur möguleiki og staðreynd sem borgaryfirvöld verða að taka inn í myndina. Stúdentaráð HÍ hefur nú fundað með formanni menntaráðs Reykjavíkurborgar sem og sviðsstjóra leikskólasviðs borgarinnar. Að mati Stúdentaráðs komu ekki fram nein haldbær rök sem réttlætt geta þessa hagsmunaskerðingu. Stúdentaráði hefur sömuleiðis verið tjáð að þverpólitísk sátt ríki um málið innan borgarstjórnar og einungis eigi eftir að afgreiða tillögurnar að forminu til, en það verður gert á fundi borgarstjórnar næsta þriðjudag, þann 14. desember. Um leið og Stúdentaráð hvetur alla stúdenta til að mæta á þennan opna fund borgarstjórnar klukkan 14.00 í dag þá krefjumst við þess að borgarstjóri sem og aðrir kjörnir borgarfulltrúar endurskoði tillögurnar með hagsmuni námsmanna að leiðarljósi. Það yrði borgaryfirvöldum til háborinnar skammar að seilast ofan í grunna vasa þessa afmarkaða hóps námsmanna og skerða kjör þeirra með þessum hætti ! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar. Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt greinargerð með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir fjárhagsárið 2011 eru verulegar breytingar á gjaldskrá leikskólasviðs lagðar til og munu þær að öllu óbreyttu taka gildi í upphafi næsta árs. Þessar breytingar fela í sér umtalsverða hækkun leikskólagjalda fyrir alla foreldra þar sem gert er ráð fyrir almennri hækkun um 5.35%. Allra verst mun þetta þó koma niður á þeim foreldrum þar sem annað þeirra stundar nám en hitt er útivinnandi því að auki við þessa almenna hækkun á gjaldskrá mun sérstakur námsmannaafsláttur í umræddum tilvikum verða afnumin með öllu. Í þessum tillögum hafa borgaryfirvöld ákveðið að fara þá leið að leggja þyngstu byrðarnar á herðar stúdenta. Fyrir foreldra í þessari aðstöðu og með barn á smábarnaleikskóla mun hækkun á leikskólagjöldum nema hátt í 9.000 krónur á mánuði. Þá er aðeins reiknað með afnámi námsmannaafsláttarins en 5.35% almenn hækkun ekki tekin með. Þá er með þessari upphæð einungi gert ráð fyrir einu barni, en séu viðkomandi einstaklingar með fleiri en eitt barn á sínu framfæri þá hefur borgin í hyggju að skerða systkinaafslátt umtalsvert. Greiðslubyrði fyrir foreldra, þar sem annað er í námi en hitt vinnu, með barn eldri en tveggja ára mun aukast um u.þ.b. 5.000 krónur sé aðeins tekið mið af námsmannaafslættinum. Þess ber að geta að afsláttur fyrir foreldra þar sem báðir eru námsmenn eða þeir eru einstæðir fellur ekki niður. Í ofangreindum sparnaðaraðgerðum borgarinnar fyrir næsta fjárhagsár eru námsmenn teknir sérstaklega fyrir og beinlínis gerðir að skotmarki. Mun eðlilegra myndi t.d. teljast að dreifa byrðunum yfir stærri hóp í stað þess að svo lítill hópur einstaklingar tæki á sig stærsta skellinn og stórauka með þeim hætti greiðslubyrði þeirra umfram aðra í svipaðri stöðu. Námsmenn eru sá þjóðfélagshópur sem hefur einna minnst úr að moða og má síst af öllum við sviptingum í greiðslubyrði en þess má geta að grunnframfærsla LÍN er umtalsvert lægri en atvinnuleysisbætur. Ætti stefna borgaryfirvalda ekki þvert á móti að miða að því að standa vörð um hagsmuni þeirra sem verst eru staddir? Benda verður á þá staðreynd í þessu samhengi að tiltölulega auðvelt er fyrir einstaklinga að skrá sig úr sambúð. Töluverð hætta er á því að foreldrar í umræddri stöðu muni grípa til þess örþrifaráðs að skrá sig úr sambúð til þess eins að ná endum saman. Það hefur aftur á móti þær afleiðingar í för með sér að Reykjavíkurborg stendur uppi með enn meiri kostnað en ella. Þetta er raunhæfur möguleiki og staðreynd sem borgaryfirvöld verða að taka inn í myndina. Stúdentaráð HÍ hefur nú fundað með formanni menntaráðs Reykjavíkurborgar sem og sviðsstjóra leikskólasviðs borgarinnar. Að mati Stúdentaráðs komu ekki fram nein haldbær rök sem réttlætt geta þessa hagsmunaskerðingu. Stúdentaráði hefur sömuleiðis verið tjáð að þverpólitísk sátt ríki um málið innan borgarstjórnar og einungis eigi eftir að afgreiða tillögurnar að forminu til, en það verður gert á fundi borgarstjórnar næsta þriðjudag, þann 14. desember. Um leið og Stúdentaráð hvetur alla stúdenta til að mæta á þennan opna fund borgarstjórnar klukkan 14.00 í dag þá krefjumst við þess að borgarstjóri sem og aðrir kjörnir borgarfulltrúar endurskoði tillögurnar með hagsmuni námsmanna að leiðarljósi. Það yrði borgaryfirvöldum til háborinnar skammar að seilast ofan í grunna vasa þessa afmarkaða hóps námsmanna og skerða kjör þeirra með þessum hætti !
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun