Handbolti

Strákarnir æfðu í Vín í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vín skrifar
Mynd/DIENER/Leena Manhart

Íslenska landsliðið í handbolta æfði í Vínarborg í dag en þar hefst á morgun keppni í 1. milliriðli á Evrópumeistaramótinu í handbolta. Æft var í Stadthalle þar sem leikirnir munu fara fram.

Allir íslensku leikmennirnir voru með á æfingunni og sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í samtali við Vísi að það væru engin alvarleg meiðsli að hrjá leikmenn.

„Auðvitað er eitthvað smávægilegt að hjá einhverjum en ekkert sem hefur áhrif á leikinn á morgun,“ sagði Guðmundur við Vísi en Ísland mætir Króatíu á morgun.

Guðmundur sagði enn frekar að hann myndi ekki breyta leikmannahópi sínum en liðum er heimilt eftir riðlakeppnina að skipta út tveimur leikmönnum.

Rætt verður ítarlega við Guðmund í Fréttablaðinu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×