Erlent

Ellefu manna er enn leitað

Pallurinn logaði í tvo sólarhringa og sökk þá til botns. 
fréttablaðið/ap
Pallurinn logaði í tvo sólarhringa og sökk þá til botns. fréttablaðið/ap

Ellefu manna af olíuborpallinum sem sprakk á Mexíkóflóa í vikunni er enn leitað. Hrint hefur verið af stokkunum umfangsmikilli aðgerð til að koma í veg fyrir meiri háttar umhverfisslys.

Olíuborpallurinn brann í tvo daga eftir mikla sprengingu áður en hann sökk til botns á Mexíkóflóa 80 kílómetra undan strönd Bandaríkjanna. Ekki er vitað hvað olli sprengingunni.

Allt kapp er lagt á að koma í veg fyrir að olía, sem þegar hefur lekið í sjóinn, nái landi. Stjórnvöld óttast að í uppsiglingu sé mesta mengunarslys Bandaríkjanna síðan Exxon Valdez strandaði í Prins Williamssundi í Alaska árið 1989. Þá láku milljónir lítra af olíu úr skipinu og þakti 1.300 kílómetra strandlengju með skelfilegum áhrifum á lífríkið.

- shá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×