Stórkostlegur sigur Íslands á Danmörku 23. janúar 2010 15:08 Sverre og Ásgeir Örn fagna eftir leikinn í kvöld. Mynd/DIENER/Leena Manhart Þrátt fyrir mikil áföll í fyrstu tveim leikjum sínum á EM mættu strákarnir okkar heldur betur tilbúnir til leiks gegn Dönum í kvöld. Þeir kjöldrógu Danina og unnu stórsigur, 27-22. Ísland vinnur þar með riðilinn og fer í milliriðil með þrjú stig en Danir tvö. Ísland byrjar því milliriðilinn í öðru sæti og er í dauðafæri á að komast í undanúrslit. Danmörk - Ísland 22-27 (13-15) Mörk Danmerkur (skot): Lars Christiansen 5 (8/1), Anders Eggert 4/3 (5/3), Mikkel Hansen 3 (11), Torsten Laen 2 (2), Hans Lindberg 2 (3), Kasper Nielsen 2 (3), Thomas Mogensen 2 (7), Lasse Svan Hansen 1 (1), Kasper Söndergaard Sarup 1 (4). Varin skot: Kasper Hvidt 6 (24/3, 25%), Niklas Landin 2 (11/1, 18%). Hraðaupphlaup: 10 (Christiansen 3, K. Nielsen 2, Mogensen 1, Laen 1, Eggert 1, Lindberg 1, Hansen 1). Fiskuð víti: 4 (Söndergaard Sarup 2, Mogensen 1, Lindberg 1). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 6 (7), Aron Pálmarsson 5 (10), Alexander Petersson 4 (5), Róbert Gunnarsson 4 (5), Arnór Atlason 3 (5), Snorri Steinn Guðjónsson 3/3 (6/4), Sverre Jakobsson 1 (1), Ólafur Stefánsson 1 (2). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 19/1 (41/4, 46%). Hraðaupphlaup: 7 (Guðjón Valur 2, Róbert 2, Arnór 1, Alexander 1, Sverre 1). Fiskuð víti: 3 (Róbert 2, Guðjón Valur 1). Utan vallar: 12 mínútur. Dómarar: Rickard Canbro og Mikael Claesson, Svíþjóð. Frábærir. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum. Hana má sjá hér að neðan. Leik lokið: 27-22. Lygilegur íslenskur sigur. Stórbrotin frammistaða hjá íslenska landsliðinu. Menn skulu aldrei afskrifa þessa stráka. 58. mín: Stefnir enn og aftur í íslenskan sigur. Þeir klúðra varla leik í þriðja sinn. 27-20. Erum að kjöldraga Danina. Það er frekar ljúft. 56. mín: Aron skorar gjösamlega ótrúlegt mark. 26-20. Það á ekki að vera hægt að klúðra þessu. Aron með lygilega innkomu. Spilar eins og margreyndur kappi. 53. mín: Úff, nú fer maður að hugsa um síðustu leiki. Nú þarf að halda út. Það verður enginn í rónni fyrr en búið er að flauta af. 53. mín: Björgvin búinn að verja mjög vel allan hálfleikinn. Aron í skyttunni og Snorri á miðjunni. Alexander skorar þegar við erum manni fleiri, 25-20. 51. mín: Aron búinn að jafna sig og kemur aftur inn enda að spila vel. Wilbek er að verða brjálaður á bekknum og fær gula spjaldið. Aron með illa ígrundað skot sem er varið. Danir refsa. 23-20. 49. mín: Snorri kemur aftur í sóknina. Danir að spila fína vörn þessar mínútur. Guðjón skorar með mark utan af velli. Magnað. 23-19. 48. mín: Mikil harka komin í leikinn núna. Knudsen gefur Aroni olnboga í hnakka. Danir minnka í þrjú mörk. Þarf að laga sóknina núna. 22-19. 45. mín: Ólafur Stefánsson skorar sitt fyrsta mark í leiknum þegar 16 mínútur eru eftir. Ekki ónýtt að eiga hann inni og vera að vinna leikinn. 22-18. 44. mín: Klúðrum sókn manni fleiri og missum svo Ingimund af velli fyrir litlar sakir. Vörnin að standa vel en hikst á sókninni. 21-17. Litið skorað núna. 41. mín: Snorri klúðrar víti og Danir skora. Kveikir aðeins í þeim. 21-17. 40. mín: Dönum gengur illa að saxa á forskotið. Strákarnir að finna flottar lausnir í sókninni. 21-16. 37. mín: Alexander kemur Íslandi í sex marka forystu, 20-14. Danir taka leikhlé. Þetta er lygilegur leikur. 36. mín: Íslendingar byrja seinni hálfleik af sama krafti og þann fyrri. Gríðarleg grimmd í liðinu og menn ákveðnir í öllum aðgerðum. Arnór skorar glæsilegt mark. Aftur fimm marka forysta, 19-14. Magnað. 34. mín: Bjöggi byrjar seinni hálfleik vel rétt eins og þann fyrri. Hann heldur vonandi áfram að verja vel. Aron fer hamförum, skorar hvert snilldarmarkið á fætur öðru. 17-14. 32. mín: Danir byrja á því að blokka Ólaf út. Það gekk vel hjá Austurríkismönnum. Vonandi leysum við það betur núna. Aron skorar þriðja markið sitt. Rennur ekki blóðið í guttanum. 16-13 fyrir Ísland. Tölfræði fyrri hálfleiks: Mörk Íslands: Guðjón Valur 5, Arnór 2, Róbert 2, Aron 2, Snorri 2, Sverre 1, Alexander 1. Björgvin hefur varið 5 skot. Mörk Dana: Lars Christiansen 5, Mikkel Hansen 3, Torsten Laen 2, Kasper Nielsen 1, Hans Lindberg 1, Kasper Söndergaard 1. Kasper Hvidt varði 3 skot og Niklas Landin 2. Hálfleikur: 15-13 fyrir Ísland. Ótrúlegum hálfleik lokið. Ísland byrjaði miklu betur, náði fimm marka forskoti en svo hrundi leikur liðsins og Danir skoruðu átta mörk í röð. Strákarnir létu það ekki buga sig, komu til baka og leiða í hálfleik. 28. mín: Missum Arnór af velli með tveggja mínútna brottvísun en Danir skjóta í stöng. Vörnin búinn að vera geggjuð síðustu mínútur. Danir missa mann af velli. 26. mín: Niklas Landin kominn í danska markið en það er frábær strákur sem lék undir stjórn Guðmundar hjá GOG. Hann byrjar að verja vel sem lofar ekki góðu. 14-13 fyrir Ísland. 25. mín: Danir klippa Ólaf út á meðan við erum færri. Skot Arons varið og Danir skora. Ruðningur svo dæmdur á Arnór og Danir jafna, 13-13. 22. mín: Aron Pálmarsson kemur sterkur inn og skorar gott mark. 13-11 en þá missum við Ingimund af velli. 21. mín: Strákarnir nýttu aldrei þessu vant vel að vera manni fleiri og unnu þann kafla, 2-0. Ísland komið yfir aftur. 12-11 og þá tekur Wilbek leikhlé. 19. mín: Það er lygilega fast tekist á og ekki ólíklegt að það gæti soðið upp úr síðar í leiknum. Snorri skorar úr víti, 11-11. 16. mín: Strákarnir að ná ró aftur. Búnir að jafna, 10-10. 15. mín: Eftir átta dönsk mörk í röð reif Arnór sig upp og skoraði. Liðið skoraði ekki í sjö mínútur. Leikurinn er svakalegur. 8-10. 13. mín: Guðmundur breytir liðinu. Ásgeir kemur í hornið og Alexander fer í skyttuna fyrir Óla sem hvílir aðeins. Aron að gera sig líklegan til að koma inn líka. 13. mín: Sjö dönsk mörk í röð. Þetta er lyginni líkast. Guðmundur tekur leikhlé. 7-9. 12. mín: Snorri hefur átt tvö slök skot. Danir keyra hraðaupphlaup miskunnarlaust í andlitið á okkur og eru komnir yfir. 7-8. 11. mín: Adam var ekki lengi í paradís. 7-7. Þetta á eftir að vera rosalegur leikur. 9. mín: Æsingurinn helst til of mikill núna. Strákarnir hafa nánast gefið Dönum tvö mörk. 7-4 fyrir Ísland. Fljótt að breytast. 7. mín: Það gengur nánast allt upp hjá íslenska liðinu í upphafi leiks. Strákarnir i fantaformi. 6-2 fyrir Ísland. Meira af þessu, takk. 4. mín: Sóknarleikur Íslands lofar mjög góðu í upphafi. Björgvin einnig að byrja vel. Nú þarf vörnin líka að halda. 3-1 fyrir Ísland. 2. mín: Róbert skoraði fyrsta mark leiksins. Björgvin varði síðan og Sverre skoraði úr hraðaupphlaupi. 2-0 fyrir Ísland. Flott byrjun. 1. mín: Ólafur Guðmundsson er í hópnum í fyrsta skipti í dag. Byrjunarlið Íslands er hefðbundið. Björgvin, Róbert, Guðjón, Arnór, Snorri, Ólafur og Alexander. Fyrir leik: Það er ljóst að Króatía verður með fjögur stig í milliriðli Íslands. Í ljósi þess að ljóst að Ísland má alls ekki tapa í kvöld því Danir verða einnig með fjögur stig í milliriðlinum ef þeir vinna okkur. Þá fer Ísland bara með eitt stig í milliriðilinn rétt eins og Austurríki. Rússar verða stigalausir og Norðmenn fara væntanlega í riðilinn með tvö stig ef þeir klára Úkraínu í kvöld. Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Sjá meira
Þrátt fyrir mikil áföll í fyrstu tveim leikjum sínum á EM mættu strákarnir okkar heldur betur tilbúnir til leiks gegn Dönum í kvöld. Þeir kjöldrógu Danina og unnu stórsigur, 27-22. Ísland vinnur þar með riðilinn og fer í milliriðil með þrjú stig en Danir tvö. Ísland byrjar því milliriðilinn í öðru sæti og er í dauðafæri á að komast í undanúrslit. Danmörk - Ísland 22-27 (13-15) Mörk Danmerkur (skot): Lars Christiansen 5 (8/1), Anders Eggert 4/3 (5/3), Mikkel Hansen 3 (11), Torsten Laen 2 (2), Hans Lindberg 2 (3), Kasper Nielsen 2 (3), Thomas Mogensen 2 (7), Lasse Svan Hansen 1 (1), Kasper Söndergaard Sarup 1 (4). Varin skot: Kasper Hvidt 6 (24/3, 25%), Niklas Landin 2 (11/1, 18%). Hraðaupphlaup: 10 (Christiansen 3, K. Nielsen 2, Mogensen 1, Laen 1, Eggert 1, Lindberg 1, Hansen 1). Fiskuð víti: 4 (Söndergaard Sarup 2, Mogensen 1, Lindberg 1). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 6 (7), Aron Pálmarsson 5 (10), Alexander Petersson 4 (5), Róbert Gunnarsson 4 (5), Arnór Atlason 3 (5), Snorri Steinn Guðjónsson 3/3 (6/4), Sverre Jakobsson 1 (1), Ólafur Stefánsson 1 (2). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 19/1 (41/4, 46%). Hraðaupphlaup: 7 (Guðjón Valur 2, Róbert 2, Arnór 1, Alexander 1, Sverre 1). Fiskuð víti: 3 (Róbert 2, Guðjón Valur 1). Utan vallar: 12 mínútur. Dómarar: Rickard Canbro og Mikael Claesson, Svíþjóð. Frábærir. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum. Hana má sjá hér að neðan. Leik lokið: 27-22. Lygilegur íslenskur sigur. Stórbrotin frammistaða hjá íslenska landsliðinu. Menn skulu aldrei afskrifa þessa stráka. 58. mín: Stefnir enn og aftur í íslenskan sigur. Þeir klúðra varla leik í þriðja sinn. 27-20. Erum að kjöldraga Danina. Það er frekar ljúft. 56. mín: Aron skorar gjösamlega ótrúlegt mark. 26-20. Það á ekki að vera hægt að klúðra þessu. Aron með lygilega innkomu. Spilar eins og margreyndur kappi. 53. mín: Úff, nú fer maður að hugsa um síðustu leiki. Nú þarf að halda út. Það verður enginn í rónni fyrr en búið er að flauta af. 53. mín: Björgvin búinn að verja mjög vel allan hálfleikinn. Aron í skyttunni og Snorri á miðjunni. Alexander skorar þegar við erum manni fleiri, 25-20. 51. mín: Aron búinn að jafna sig og kemur aftur inn enda að spila vel. Wilbek er að verða brjálaður á bekknum og fær gula spjaldið. Aron með illa ígrundað skot sem er varið. Danir refsa. 23-20. 49. mín: Snorri kemur aftur í sóknina. Danir að spila fína vörn þessar mínútur. Guðjón skorar með mark utan af velli. Magnað. 23-19. 48. mín: Mikil harka komin í leikinn núna. Knudsen gefur Aroni olnboga í hnakka. Danir minnka í þrjú mörk. Þarf að laga sóknina núna. 22-19. 45. mín: Ólafur Stefánsson skorar sitt fyrsta mark í leiknum þegar 16 mínútur eru eftir. Ekki ónýtt að eiga hann inni og vera að vinna leikinn. 22-18. 44. mín: Klúðrum sókn manni fleiri og missum svo Ingimund af velli fyrir litlar sakir. Vörnin að standa vel en hikst á sókninni. 21-17. Litið skorað núna. 41. mín: Snorri klúðrar víti og Danir skora. Kveikir aðeins í þeim. 21-17. 40. mín: Dönum gengur illa að saxa á forskotið. Strákarnir að finna flottar lausnir í sókninni. 21-16. 37. mín: Alexander kemur Íslandi í sex marka forystu, 20-14. Danir taka leikhlé. Þetta er lygilegur leikur. 36. mín: Íslendingar byrja seinni hálfleik af sama krafti og þann fyrri. Gríðarleg grimmd í liðinu og menn ákveðnir í öllum aðgerðum. Arnór skorar glæsilegt mark. Aftur fimm marka forysta, 19-14. Magnað. 34. mín: Bjöggi byrjar seinni hálfleik vel rétt eins og þann fyrri. Hann heldur vonandi áfram að verja vel. Aron fer hamförum, skorar hvert snilldarmarkið á fætur öðru. 17-14. 32. mín: Danir byrja á því að blokka Ólaf út. Það gekk vel hjá Austurríkismönnum. Vonandi leysum við það betur núna. Aron skorar þriðja markið sitt. Rennur ekki blóðið í guttanum. 16-13 fyrir Ísland. Tölfræði fyrri hálfleiks: Mörk Íslands: Guðjón Valur 5, Arnór 2, Róbert 2, Aron 2, Snorri 2, Sverre 1, Alexander 1. Björgvin hefur varið 5 skot. Mörk Dana: Lars Christiansen 5, Mikkel Hansen 3, Torsten Laen 2, Kasper Nielsen 1, Hans Lindberg 1, Kasper Söndergaard 1. Kasper Hvidt varði 3 skot og Niklas Landin 2. Hálfleikur: 15-13 fyrir Ísland. Ótrúlegum hálfleik lokið. Ísland byrjaði miklu betur, náði fimm marka forskoti en svo hrundi leikur liðsins og Danir skoruðu átta mörk í röð. Strákarnir létu það ekki buga sig, komu til baka og leiða í hálfleik. 28. mín: Missum Arnór af velli með tveggja mínútna brottvísun en Danir skjóta í stöng. Vörnin búinn að vera geggjuð síðustu mínútur. Danir missa mann af velli. 26. mín: Niklas Landin kominn í danska markið en það er frábær strákur sem lék undir stjórn Guðmundar hjá GOG. Hann byrjar að verja vel sem lofar ekki góðu. 14-13 fyrir Ísland. 25. mín: Danir klippa Ólaf út á meðan við erum færri. Skot Arons varið og Danir skora. Ruðningur svo dæmdur á Arnór og Danir jafna, 13-13. 22. mín: Aron Pálmarsson kemur sterkur inn og skorar gott mark. 13-11 en þá missum við Ingimund af velli. 21. mín: Strákarnir nýttu aldrei þessu vant vel að vera manni fleiri og unnu þann kafla, 2-0. Ísland komið yfir aftur. 12-11 og þá tekur Wilbek leikhlé. 19. mín: Það er lygilega fast tekist á og ekki ólíklegt að það gæti soðið upp úr síðar í leiknum. Snorri skorar úr víti, 11-11. 16. mín: Strákarnir að ná ró aftur. Búnir að jafna, 10-10. 15. mín: Eftir átta dönsk mörk í röð reif Arnór sig upp og skoraði. Liðið skoraði ekki í sjö mínútur. Leikurinn er svakalegur. 8-10. 13. mín: Guðmundur breytir liðinu. Ásgeir kemur í hornið og Alexander fer í skyttuna fyrir Óla sem hvílir aðeins. Aron að gera sig líklegan til að koma inn líka. 13. mín: Sjö dönsk mörk í röð. Þetta er lyginni líkast. Guðmundur tekur leikhlé. 7-9. 12. mín: Snorri hefur átt tvö slök skot. Danir keyra hraðaupphlaup miskunnarlaust í andlitið á okkur og eru komnir yfir. 7-8. 11. mín: Adam var ekki lengi í paradís. 7-7. Þetta á eftir að vera rosalegur leikur. 9. mín: Æsingurinn helst til of mikill núna. Strákarnir hafa nánast gefið Dönum tvö mörk. 7-4 fyrir Ísland. Fljótt að breytast. 7. mín: Það gengur nánast allt upp hjá íslenska liðinu í upphafi leiks. Strákarnir i fantaformi. 6-2 fyrir Ísland. Meira af þessu, takk. 4. mín: Sóknarleikur Íslands lofar mjög góðu í upphafi. Björgvin einnig að byrja vel. Nú þarf vörnin líka að halda. 3-1 fyrir Ísland. 2. mín: Róbert skoraði fyrsta mark leiksins. Björgvin varði síðan og Sverre skoraði úr hraðaupphlaupi. 2-0 fyrir Ísland. Flott byrjun. 1. mín: Ólafur Guðmundsson er í hópnum í fyrsta skipti í dag. Byrjunarlið Íslands er hefðbundið. Björgvin, Róbert, Guðjón, Arnór, Snorri, Ólafur og Alexander. Fyrir leik: Það er ljóst að Króatía verður með fjögur stig í milliriðli Íslands. Í ljósi þess að ljóst að Ísland má alls ekki tapa í kvöld því Danir verða einnig með fjögur stig í milliriðlinum ef þeir vinna okkur. Þá fer Ísland bara með eitt stig í milliriðilinn rétt eins og Austurríki. Rússar verða stigalausir og Norðmenn fara væntanlega í riðilinn með tvö stig ef þeir klára Úkraínu í kvöld.
Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Sjá meira