Lífið

Paula Abdul dómari í nýjum dansþætti

Paula Abdul verður dómari í nýjum dansþætti sem gerði góða hluti í Bretlandi.
Paula Abdul verður dómari í nýjum dansþætti sem gerði góða hluti í Bretlandi.

Paula Abdul hefur ekki sést á sjónvarpsskjánum síðan hún var rekin úr dómarastól American Idol.

Aðdáendur Paulu geta tekið gleði sína á ný því hún hefur fengið nýja vinnu í sjónvarpinu. Paula verður dómari í nýjum dansþætti á sjónvarpsstöðinni CBS. Þátturinn heitir Got to Dance og er byggður á breskri hugmynd þar sem allir aldurshópar með allar tegundir af dansi geta tekið þátt.

Ásamt því að dæma í þættinum verður Paula aðalframleiðandi.

Hér er myndband af sigurvegara þáttarins í Bretlandi, tíu ára gömlum breikara sem heitir Akai.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.