Sport

Daily Mail: Eiður til West Ham

Eiður Smári Guðjohnsen hefur gert átján mánaða samning við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham.

Netútgáfa Daily Mail fullyrti þetta núna rétt áðan. Samkvæmt miðlinum fær Eiður frjálsa sölu frá Mónakó. Hann náði ekki að skora í ellefu leikjum með Mónakó Gengið verður frá samningum á morgun samkvæmt Daily Mail.

West Ham og Mónakó hafa reyndar ekki staðfest vistaskipti Eiðs. West Ham keypti einnig Benny Mccarthy frá Blackburn. Eiður lék áður með Chelsea meðal annars með Zola núverandi stjóra West Ham.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×