Jodie Foster hyggst ekki yfirgefa sinn gamla vin, Mel Gibson, líkt og flestar Hollywood-stjörnur hafa gert. Jodie og Gibson leika saman í The Beaver sem enn hefur ekki verið frumsýnd en Jodie segir í samtali við tímaritið More að þetta sé ein kraftmesta og áhrifamesta frammistaða Gibsons í langan tíma.
Jodie er síðan spurð út í vandræði Gibsons sem er sakaður um að hafa beitt barnsmóður sína ofbeldi og leikkonan segist ætla að styðja við bakið á honum. „Þegar þú elskar vini þína þá yfirgefur þú þá ekki þegar á móti blæs. Mel er ótrúlega hæfileikaríkur maður en fyrst og fremst er hann góður vinur og ég vona að ég geti hjálpað honum í gegnum þennan dimma dal.“
