Valdataka húmorsins 22. september 2010 06:00 Katla og Kristinn eru potturinn og pannan á bak við Þjóðfræðistofnun sem stendur fyrir málþinginu í Hafnarborg á laugardag. Húmor og samfélagsleg áhrif hans verða í brennidepli á málþingi í Hafnarborg á laugardag. Að sögn Kristins Schram þjóðfræðings getur húmor leikið lykilhlutverk í valdabaráttu og stjórnmálum, eins og uppgangur Besta flokksins sýni. Málþingið ber yfirskriftina „Að grína í samfélagið" og er haldið í tilefni af sýningunni „Að elta fólk og drekka mjólk" í Hafnarborg í Hafnarfirði. Þjóðfræðistofa stendur fyrir málþinginu en driffjaðrir þessu eru hjónin Kristinn Schram forstöðumaður og Katla Kjartansdóttir verkefnisstjóri. „Þetta er málþing þar sem afrakstur af mikilli, fræðilegri vinnu um húmor er settur fram," útskýrir Kristinn. „Það verður fjallað um húmor almennt og sem tæki í samfélagsrýni og valdabaráttu." Að sögn Kristins getur húmor verið ólíkur í höndum hinna valdameiri og hinna valdaminni og háður sjónarhorni, bakgrunni og aðgangi. Sjónarhorn heimamanns er ólíkt hins utanaðkomandi sem oft hefur síður aðgang að nýju umhverfi. Hann segir ýmis dæmi um hvernig húmor hefur komið við sögu og beinlínis verið notaður í valdabaráttu á Íslandi. „Besti flokkurinn er auðvitað skýrasta dæmið um það; Jón Gnarr sagði jú eitthvað í þá veru að nú hefðu borgarbúar kosið yfir sig trúð." Einnig verður fjallað um hvernig minnihlutahópar nota húmor bæði til að sættast við eigið hlutskipti og til að berjast fyrir rétti sínum. Þá verða konur og kímni til umfjöllunar og rýnt í hin ýmsu form húmors, svo sem uppistand, háðsádeilur og leikræna íroníu." Húmorsfræði sækja í sig veðriðKristinn segir húmorsrannsóknir standa styrkum fótum í þjóð- og mannfræði erlendis, sérstaklega í Bandaríkjunum, og hafa sótt í sig veðrið hér á landi undanfarin tvö ár. „Þær eru smám saman að ryðja sér til rúms á Íslandi, meðal annars eftir heimsóknir fræðimanna á þessu sviði. Við á Þjóðfræðistofu höfum líka tekið þetta upp á okkar arma og stöndum meðal annars fyrir húmorsþingi á Hólmavík á hverjum vetri." Ekki strangfræðilegt málþingEn er hægt að ganga að því vísu að á málþingi um húmor séu fyrirlestrarnir skemmtilegir? „Já," svarar Kristinn, „þetta er ekki strangfræðilegt málþing heldur ætlað almenningi til upplýsingar og íhugunar; það verða þarna gjörningar, grín og listrænar uppákomum þannig enginn ætti að þurfa að láta sér leiðast." Auk Kristins koma fram á málþinginu Kristín Dagmar Jóhannesdóttir sýningarstjóri, Ilmur Stefánsdóttir myndlistarmaður, Sigurjón Baldur Hafsteinsson, lektor í safnafræði við Háskóla Íslands, Terry Gunnell, dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands, Kristín Einarsdóttir, aðjúnkt við Háskóla Íslands og Þorsteinn Guðmundsson leikari og grínisti. Málþingið fer fram á laugardag og hefst klukkan 15. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Þjóðfræðistofu, icef.is. bergsteinn@frettabladid.is Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Húmor og samfélagsleg áhrif hans verða í brennidepli á málþingi í Hafnarborg á laugardag. Að sögn Kristins Schram þjóðfræðings getur húmor leikið lykilhlutverk í valdabaráttu og stjórnmálum, eins og uppgangur Besta flokksins sýni. Málþingið ber yfirskriftina „Að grína í samfélagið" og er haldið í tilefni af sýningunni „Að elta fólk og drekka mjólk" í Hafnarborg í Hafnarfirði. Þjóðfræðistofa stendur fyrir málþinginu en driffjaðrir þessu eru hjónin Kristinn Schram forstöðumaður og Katla Kjartansdóttir verkefnisstjóri. „Þetta er málþing þar sem afrakstur af mikilli, fræðilegri vinnu um húmor er settur fram," útskýrir Kristinn. „Það verður fjallað um húmor almennt og sem tæki í samfélagsrýni og valdabaráttu." Að sögn Kristins getur húmor verið ólíkur í höndum hinna valdameiri og hinna valdaminni og háður sjónarhorni, bakgrunni og aðgangi. Sjónarhorn heimamanns er ólíkt hins utanaðkomandi sem oft hefur síður aðgang að nýju umhverfi. Hann segir ýmis dæmi um hvernig húmor hefur komið við sögu og beinlínis verið notaður í valdabaráttu á Íslandi. „Besti flokkurinn er auðvitað skýrasta dæmið um það; Jón Gnarr sagði jú eitthvað í þá veru að nú hefðu borgarbúar kosið yfir sig trúð." Einnig verður fjallað um hvernig minnihlutahópar nota húmor bæði til að sættast við eigið hlutskipti og til að berjast fyrir rétti sínum. Þá verða konur og kímni til umfjöllunar og rýnt í hin ýmsu form húmors, svo sem uppistand, háðsádeilur og leikræna íroníu." Húmorsfræði sækja í sig veðriðKristinn segir húmorsrannsóknir standa styrkum fótum í þjóð- og mannfræði erlendis, sérstaklega í Bandaríkjunum, og hafa sótt í sig veðrið hér á landi undanfarin tvö ár. „Þær eru smám saman að ryðja sér til rúms á Íslandi, meðal annars eftir heimsóknir fræðimanna á þessu sviði. Við á Þjóðfræðistofu höfum líka tekið þetta upp á okkar arma og stöndum meðal annars fyrir húmorsþingi á Hólmavík á hverjum vetri." Ekki strangfræðilegt málþingEn er hægt að ganga að því vísu að á málþingi um húmor séu fyrirlestrarnir skemmtilegir? „Já," svarar Kristinn, „þetta er ekki strangfræðilegt málþing heldur ætlað almenningi til upplýsingar og íhugunar; það verða þarna gjörningar, grín og listrænar uppákomum þannig enginn ætti að þurfa að láta sér leiðast." Auk Kristins koma fram á málþinginu Kristín Dagmar Jóhannesdóttir sýningarstjóri, Ilmur Stefánsdóttir myndlistarmaður, Sigurjón Baldur Hafsteinsson, lektor í safnafræði við Háskóla Íslands, Terry Gunnell, dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands, Kristín Einarsdóttir, aðjúnkt við Háskóla Íslands og Þorsteinn Guðmundsson leikari og grínisti. Málþingið fer fram á laugardag og hefst klukkan 15. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Þjóðfræðistofu, icef.is. bergsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira