Erlent

Við sprengjum ykkur í loft upp

Óli Tynes skrifar

Norður-Kóreumenn segjast reiðubúnir að sprengja bæði Suður-Kóreu og Bandaríkin í loft upp. Þeir létu þessi huggulegu ummæli falla við upphaf 11 daga sameiginlegrar heræfingar bandamannanna.

Um 18 þúsund bandarískir hermenn taka þátt í æfingunum og ótilgreindur fjöldi suður-kóreskra hermanna. Tilgangurinn er að æfa hvernig bandaríski herinn myndi bregðast við stríðsástandi á Kóreuskaganum.

Norðanmenn segja hinsvegar að þetta sé undirbúningur undir árás innfyrir sín landamæri. Þeir hafa skipað eigin herafla í viðbragðsstöðu.

Um 28.500 bandarískir hermenn eru staðsettir í Suður-Kóreu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×