Aðdáendur söngkonunnar Lady Gaga eru bálreiðir þessa dagana eftir að miðar á tónleikaferð hennar hækkuðu um helming á nokkrum mánuðum. Þetta kemur fram í breska blaðinu The Sun í dag.
Tónleikaferð hennar, „Skrímslaballið" hefur vakið mikla lukku en hækkunin kemur í kjölfar þriggja verðlauna á Brit-tónlistarhátíðinnni á dögunum.
Það miðar á tónleika hennar í Bretlandi í maí og júní sem hafa hækkað upp úr öllu valdi. Miðarnir kosta á bilinu tíu til fimmtán þúsund krónur en miðaverð á tónleika hennar í Birmingham síðastliðinn föstudag kostuðu til að mynda á bílinu fimm til sjö þúsund krónur.
„Þetta er viðbjóður. Við komum báðum plötunum hennar á topp vinsældarlistans og svona launar hún okkur það," sagði aðdáandinn Mannisrai samkvæmt The Sun.
Lady Gaga verður þó ekki sökuð um metnaðarleysi þegar kemur að tónleikahaldi. Hún tapaði 360 milljónum á tónleikaferð sinni um Bandaríkin nýlega og eyddi tíu milljónum í risabaðkar fyrir eitt atriði í desember á síðasta ári.
„Ég hef fjórum sinn farið á hausinn. Umboðsmaðurinn minn vill skjóta mig," segir Lady Gaga. Tónleikahaldarinn Live Nation segir miðaverðið sanngjarnt.