Innlent

Opnað í Blöndu og Norðurá

Þórarinn Sigþórsson Tannlæknirinn „Tóti tönn“ er iðulega í opnunarhollinu í Blöndu.
Þórarinn Sigþórsson Tannlæknirinn „Tóti tönn“ er iðulega í opnunarhollinu í Blöndu.
Laxveiðitímabil sumarsins hefst á morgun með opnun Norðurár í Borgarfirði og Blöndu í Austur-Húnavatnssýslu.

Lax sást í Norðurá fyrir um tveimur vikum þegar félagar í árnefnd Stangaveiðifélags Reykjavíkur voru þar á ferð. Hjá Lax-á, leigutaka Blöndu, eru menn einnig bjartsýnir fyrir opnun neðsta svæðisins á morgun.

Efri þrjú svæði árinnar verða þó ekki opnuð fyrr en 20. júní. Á næstu dögum og vikum verða laxveiðiárnar opnaðar hver af annarri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×