Innlent

Síðasta vitaverðinum sagt upp

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Siglingamálastofnun hefur sagt síðasta vitaverði á landinu upp. Það er Sigurður Pálsson á Baugstöðum, en hann hefur hirt um Baugsstaðavita, austan við Stokkseyri, í áratugi og tók hann við því starfi af föður sínum.

Í viðtali við Sunnlenska fréttablaðið segir hann að tækni í skipunum og í vitunum sjálfum, geri vitaverði óþarfa, nema þá til að hleypa þar inn ferðamönnum, en allt að þúsund manns heimsækja Baugsstaðavita á hverju ári. Framvegis munu þeir ekki komast upp í vitann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×