Forgangsröðun í þágu almennrar löggæslu Arndís Soffía Sigurðardóttir skrifar 17. nóvember 2010 06:00 Það var fyrir 10 árum að ég útskrifaðist frá Lögregluskóla ríkisins og var í framhaldinu skipuð lögreglumaður í almennu deild embættis Lögreglustjórans í Reykjavík sem þá var. Á þessum tíma var mikið rætt um fækkun lögreglumanna í almennri löggæslu. Reyndir lögreglumenn sögðu mér frá því þegar vaktirnar voru miklu betur mannaðar, fleiri bílar og hjól í umferð og fleiri lögreglumenn á vakt. Nú væri öldin önnur og pappalögreglumenn látnir fylla upp í skarðið. Við vorum ekki alltaf sammála lýsingum hærra settra á stöðunni; Ástandið væri alls ekki svo slæmt, lögreglumönnum væri alls ekki að fækka heldur væri stöðugildum þvert á móti að fjölga. Ekki fylgdi þó sögunni hvar í kerfinu stöðugildum væri að fjölga. Nú þegar þrengir all verulega að þurfum við að einbeita okkur að því að styrkja öryggisnetið á öllum sviðum. Við þurfum að forgangsraða í þágu velferðarkerfisins, styrkja grunnstoðirnar og þar með löggæsluna. Við verðum að leita allra leiða til að færa fjármuni frá þeim útgjaldaliðum ríkisins sem mögulega geta beðið eða þola betur niðurskurð til þeirra útgjaldaliða sem við getum alls ekki verið án. Þá þurfum við líka að forgangsraða innan hvers liðar þannig að fjármunir til þeirra stofnana, deilda eða verkefna sem geta beðið eða þola lægri fjárframlög færist til þeirra deilda sem mest mæðir á. Ég vil meina að enn sé svigrúm til að færa fjármuni á milli útgjaldaliða hrunfjárlaganna og innan hvers liðar þannig að forgangsraðað verði í þágu almannaheilla. Ég hef áhyggjur af því að ef ekki verður forgangsraðað betur í þágu almennrar löggæslu í landinu verði ekki hægt að ætlast til þess af lögreglunni að hún geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu með viðunandi hætti, að gæta að almannaöryggi og halda uppi lögum og reglum. Sorglegt er til þess að hugsa að ekki hafi verið hugað betur að almennri löggæslu áður en hrunið skall á okkur þannig að lögreglan hefði verið betur í stakk búin í dag að mæta skakkaföllum í ríkisbúskapnum. Það er hins vegar staðreynd sem við stöndum frammi fyrir og getum ekki breytt. Lögreglufélög víða um land, Suðurlandi, Austurlandi og á Vestfjörðum hafa sent frá sér ályktanir þar sem boðuðum niðurskurði hjá lögregluembættum landsins er harðlega mótmælt. Lögreglumenn telja sig samkvæmt ályktununum ekki geta tryggt öryggi íbúa eða þeirra sjálfra við skyldustörf sín. Það er háalvarlegt ástand ef löggæsla fer niður fyrir lágmarks öryggiskröfur. Við verðum að leita allra leiða til að tryggja lögreglunni það fjármagn sem hún þarf til að geta haldið uppi lögum og reglu í landinu og sinnt öryggishlutverki sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Það var fyrir 10 árum að ég útskrifaðist frá Lögregluskóla ríkisins og var í framhaldinu skipuð lögreglumaður í almennu deild embættis Lögreglustjórans í Reykjavík sem þá var. Á þessum tíma var mikið rætt um fækkun lögreglumanna í almennri löggæslu. Reyndir lögreglumenn sögðu mér frá því þegar vaktirnar voru miklu betur mannaðar, fleiri bílar og hjól í umferð og fleiri lögreglumenn á vakt. Nú væri öldin önnur og pappalögreglumenn látnir fylla upp í skarðið. Við vorum ekki alltaf sammála lýsingum hærra settra á stöðunni; Ástandið væri alls ekki svo slæmt, lögreglumönnum væri alls ekki að fækka heldur væri stöðugildum þvert á móti að fjölga. Ekki fylgdi þó sögunni hvar í kerfinu stöðugildum væri að fjölga. Nú þegar þrengir all verulega að þurfum við að einbeita okkur að því að styrkja öryggisnetið á öllum sviðum. Við þurfum að forgangsraða í þágu velferðarkerfisins, styrkja grunnstoðirnar og þar með löggæsluna. Við verðum að leita allra leiða til að færa fjármuni frá þeim útgjaldaliðum ríkisins sem mögulega geta beðið eða þola betur niðurskurð til þeirra útgjaldaliða sem við getum alls ekki verið án. Þá þurfum við líka að forgangsraða innan hvers liðar þannig að fjármunir til þeirra stofnana, deilda eða verkefna sem geta beðið eða þola lægri fjárframlög færist til þeirra deilda sem mest mæðir á. Ég vil meina að enn sé svigrúm til að færa fjármuni á milli útgjaldaliða hrunfjárlaganna og innan hvers liðar þannig að forgangsraðað verði í þágu almannaheilla. Ég hef áhyggjur af því að ef ekki verður forgangsraðað betur í þágu almennrar löggæslu í landinu verði ekki hægt að ætlast til þess af lögreglunni að hún geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu með viðunandi hætti, að gæta að almannaöryggi og halda uppi lögum og reglum. Sorglegt er til þess að hugsa að ekki hafi verið hugað betur að almennri löggæslu áður en hrunið skall á okkur þannig að lögreglan hefði verið betur í stakk búin í dag að mæta skakkaföllum í ríkisbúskapnum. Það er hins vegar staðreynd sem við stöndum frammi fyrir og getum ekki breytt. Lögreglufélög víða um land, Suðurlandi, Austurlandi og á Vestfjörðum hafa sent frá sér ályktanir þar sem boðuðum niðurskurði hjá lögregluembættum landsins er harðlega mótmælt. Lögreglumenn telja sig samkvæmt ályktununum ekki geta tryggt öryggi íbúa eða þeirra sjálfra við skyldustörf sín. Það er háalvarlegt ástand ef löggæsla fer niður fyrir lágmarks öryggiskröfur. Við verðum að leita allra leiða til að tryggja lögreglunni það fjármagn sem hún þarf til að geta haldið uppi lögum og reglu í landinu og sinnt öryggishlutverki sínu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun