Handbolti

Þrjú jafntefli við Dani í röð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Linz skrifar
Snorri Steinn fagnar í leiknum fræga á HM 2007.
Snorri Steinn fagnar í leiknum fræga á HM 2007.

Óhætt er að segja að leikir Íslands og Evrópumeistara Danmerkur hafa verið spennandi á undanförnum stórmótum.

Þessi lið hafa á síðustu fjórum árum mæst þrisvar sinnum á stórmótum og hafa þeir allir verið hnífjafnir.

Liðin skildu jöfn í riðlakeppninni á EM í Sviss árið 2006, 28-28.

Leikur liðanna í fjórðungsúrslitum á HM 2007 í Þýskalandi verður lengi í minnum hafður. Eftir venjulegan leiktíma stóðu leikar jafnir, 34-34, og þar sem um leik í útsláttarkeppni var að ræða þurfti að framlengja leikinn. Þar unnu Danir nauman sigur, 42-41.

Árið 2008 var komið að Ólympíuleikunum í Peking þar sem liðin mættust í milliriðlakeppnini og skildu enn jöfn, 32-32.

Það má því búast við jafnri viðureign í kvöld en eins og kunnugt er eiga Danir titil að verja á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×