Handbolti

Þjóðverjar stálu stigi af Slóvenum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Kraus í leiknum í dag.
Michael Kraus í leiknum í dag. Mynd/AFP
Þýskaland og Slóvenía gerðu 34-34 jafntefli í öðrum leik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í handbolta í Austurríki. Það stefndi í annað tap Þjóðverja í jafnmörgum leikjum en Slóvenar klúðruðu leiknum í lokin alveg eins og Íslendingar í gær.

Slóvenar voru fjórum mörkum yfir þegar ekki mikið var eftir af leiknum en Þjóðverjar skoruðu 6 af síðustu 8 mörkum leiksins og tryggðu sér sigur. Slóvenar voru með forustuna allan leikinn og voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 16-11.

Þjóðverjar unnu sig þó inn í leikinn á lokamínútunum og náði að minnka muninn niður í eitt mark, 33-32, þegar fjórar mínútur voru eftir og jöfnuðu síðan leikinn í 34-34 þegar tvær mínútur voru eftir. Þjóðverjar fengu líka möguleika á að vinna leikinn en tókst ekki.

David Spiler og Vid Kavticnik skoruðu 7 mörk fyrir Slóvena og Luka Zvizej var með 6 mörk en Christoph Theuerkauf skoraði 7 mörk fyrir Þjóðverja og Lars Kaufmann bætti við 6 mörkum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×