Innlent

Hundagelt á Suðurnesjum - róleg nótt að öðru leyti

Lögreglan fékk tilkynningu um hundagelt eá Suðurnesjum
Lögreglan fékk tilkynningu um hundagelt eá Suðurnesjum

Lögreglan á Suðurnesjum fékk tilkynning um hundagelt úr húsi á Ásbrú um eitt leytið í nótt, en hvutti virtist róast fljótlega eftir tilkynninguna og hefur líklega farið út til að pissa að sögn varðstjóra. Annars var rólegt að öðru leyti hjá helstu lögregluembættum landsins. Þó var einn tekinn grunaður um ölvun við akstur á suðurnesjum, og annar sem keyrði of hratt.

Á Selfossi er bæjarhátíðin Kótilettan haldin hátíðleg um helgina og voru hátt í 600 manns á balli í gærkvöldi auk þess sem þétt er tjaldað á tjaldstæði bæjarins. Ekkert kom þó upp hjá lögreglu að undanskildum einum stút sem lögregla hafði afskipti af. Annar var tekinn grunaður um ölvunarakstur í Borgarnesi og einn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Að öðru leyti virðist skemmtanahald hafa farið vel fram víða um land.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×