Lífið

Túraði með Placebo um allan heim

Finnur eignaðist tvíbura með kærustunni sinni stuttu eftir að hann kom heim úr 18 mánaða tónleikaferðalagi með Placebo. fréttablaðið/stefán
Finnur eignaðist tvíbura með kærustunni sinni stuttu eftir að hann kom heim úr 18 mánaða tónleikaferðalagi með Placebo. fréttablaðið/stefán

„Þetta eru poppstjörnur sem þurfa að halda feisi út á við, en þeir eru algjörir ljúflingar," segir hljóðmaðurinn Finnur Ragnarsson um bresku hljómsveitina Placebo.

Finnur kom nýlega heim eftir að hafa ferðast um heiminn með Placebo í eitt og hálft ár, með stuttum hléum. Finnur var í hljóðmannateymi hljómsveitarinnar og ferðaðist til Japans, Kóreu, Ástralíu, Austur-Evrópu og víðar. „Við vorum yfirleitt úti í fjórar til sex vikur og svo heima í tíu daga," segir hann.

Framleiðslustjóri ferðalagsins var sá sami og hjá Sigur Rós á aferðalagi fyrir tveimur árum, en þar sá Finnur einnig um sviðshljóð. Þeir héldu samstarfinu áfram fyrir Placebo. „Þetta er svo lítill heimur," segir Finnur. „Þegar maður er búinn að fara nokkra festival-rúnta þá er maður alltaf að sjá sömu tæknimennina sem eru þá að vinna fyrir aðrar hljómsveitir."

Þannig að þetta er svipað og hérna heima?

„Já, nema við hittumst á furðulegri stöðum úti."

Margir tengja sukk og svínarí við lífið on the road og Finnur segist alltaf vera spurður hvort partístand með frægu fólki fylgi ferðalögunum. „Það er ótrúlega fljótt að fara úr því og verða venjuleg vinna," segir hann. „Ef maður væri alltaf í partíum á kvöldin gæti maður ekkert vaknað á morgnana og myndi ekkert endast í þessu."

Aðeins viku eftir að Finnur kom heim eignaðist hann tvíbura með kærustunni sinni. „Þetta var allt planað," segir Finnur í léttum dúr og bætir við að það taki sérstaklega á að vera fjarri fjölskyldunni á löngum tónleikaferðum. „Skype er besti vinur rótarans. Þegar búið er að stilla upp og gera klárt, þá sér maður alla í tölvunum á Skypinu heima."

atlifannar@frettabladid.is


Tengdar fréttir

Á eftir að sakna matarins hjá mömmu

„Þá er maður alfarið farinn að skjóta rótum í höfuðborginni,“ segir Ingólfur Þórarinsson, söngvari, leikari og fótboltamaður en hann festi nýverið kaup á sinni fyrstu íbúð. Íbúðin er í Gerðahverfi í Reykjavík og ætlar kappinn því endanlega að yfirgefa heimabæ sinn Selfoss. Íbúðina fær söngvarinn afhenta í byrjun desember og lofar hann innflutningspartýi fram í febrúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.