Kennarar móta nýja stefnu í kynferðisbrotamálum 29. október 2010 05:45 Formaður siðaráðs KÍ telur ástæðu til þess að endurskoða þær siðareglur sem snúa að kynferðisbrotamálum. fréttablaðið/anton Nýlega skipað siðaráð Kennarasambands Íslands (KÍ) mótar nú nýjar verklagsreglur um viðbrögð sambandsins við kynferðisbrotamálum. Ekki hefur verið til skýr stefna um verkferli slíkra mála innan KÍ hingað til. Atli Vilhelm Harðarson, fyrsti formaður siðaráðs KÍ, segir sitt fyrsta verk hafa verið að efna til samstarfs innan þeirra mörgu stofnana sem séu innan sambandsins. „Við erum fyrst núna að ná saman og móta stefnu um mál sem varða áreitni og slíka hegðun í skólum. Sú stefna er ekki orðin til. Við erum ekki komin lengra,“ segir Atli. „Þegar um er að ræða brot sem eru á gráum svæðum hefur hingað til ekki verið skýrt hvaða verklag á að nota.“ Atli segir ófaglega framkomu kennara alvarlegt mál. Ekki séu til neinar beinar reglur um það hvernig kennara beri að haga sér í samskiptum við nemendur, heldur séu málin metin innan hverrar stofnunar fyrir sig. Ef fullorðinn kennari tælir óharðnaðan ungling verður að taka það alvarlega og það er óheimilt samkvæmt lögum, segir Atli. KÍ hafi þó hvorki umboð né lagagrundvöll til þess að veita formlegar áminningar heldur verður það skólastjórnanda til ráðgjafar. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir að mikilvægt sé fyrir bæði kennara og nemendur að vita hvert eigi að snúa sér ef kynferðisbrot eigi sér stað innan stofnunarinnar. „Allir skólar eiga að hafa klárt ferli um það hvað fer í gang, hverjir koma að því og hvernig sé brugðist við. Það er ekki nóg fyrir starfsfólkið að vita það, heldur verður það einnig að vera skýrt fyrir nemendur,“ segir Guðrún. Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, segir að ef alvarleg mál komi upp innan sambandsins verði menn ákærðir og málið fari í sinn farveg fyrir dómstólum. Hann segir það ekki vera hlutverk stéttarfélagsins að verja þá sem séu sakaðir um brot á hegningarlögum. „Við höfum velt þessu fyrir okkur eftir þessa miklu umræðu um kynferðisbrot í samfélaginu,“ segir Eiríkur. „Auðvitað er þetta hlutur sem getur hent í okkar umhverfi eins og annars staðar. Það getur enginn fríað sig þeirri ábyrgð.“ sunna@frettabladid.is Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira
Nýlega skipað siðaráð Kennarasambands Íslands (KÍ) mótar nú nýjar verklagsreglur um viðbrögð sambandsins við kynferðisbrotamálum. Ekki hefur verið til skýr stefna um verkferli slíkra mála innan KÍ hingað til. Atli Vilhelm Harðarson, fyrsti formaður siðaráðs KÍ, segir sitt fyrsta verk hafa verið að efna til samstarfs innan þeirra mörgu stofnana sem séu innan sambandsins. „Við erum fyrst núna að ná saman og móta stefnu um mál sem varða áreitni og slíka hegðun í skólum. Sú stefna er ekki orðin til. Við erum ekki komin lengra,“ segir Atli. „Þegar um er að ræða brot sem eru á gráum svæðum hefur hingað til ekki verið skýrt hvaða verklag á að nota.“ Atli segir ófaglega framkomu kennara alvarlegt mál. Ekki séu til neinar beinar reglur um það hvernig kennara beri að haga sér í samskiptum við nemendur, heldur séu málin metin innan hverrar stofnunar fyrir sig. Ef fullorðinn kennari tælir óharðnaðan ungling verður að taka það alvarlega og það er óheimilt samkvæmt lögum, segir Atli. KÍ hafi þó hvorki umboð né lagagrundvöll til þess að veita formlegar áminningar heldur verður það skólastjórnanda til ráðgjafar. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir að mikilvægt sé fyrir bæði kennara og nemendur að vita hvert eigi að snúa sér ef kynferðisbrot eigi sér stað innan stofnunarinnar. „Allir skólar eiga að hafa klárt ferli um það hvað fer í gang, hverjir koma að því og hvernig sé brugðist við. Það er ekki nóg fyrir starfsfólkið að vita það, heldur verður það einnig að vera skýrt fyrir nemendur,“ segir Guðrún. Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, segir að ef alvarleg mál komi upp innan sambandsins verði menn ákærðir og málið fari í sinn farveg fyrir dómstólum. Hann segir það ekki vera hlutverk stéttarfélagsins að verja þá sem séu sakaðir um brot á hegningarlögum. „Við höfum velt þessu fyrir okkur eftir þessa miklu umræðu um kynferðisbrot í samfélaginu,“ segir Eiríkur. „Auðvitað er þetta hlutur sem getur hent í okkar umhverfi eins og annars staðar. Það getur enginn fríað sig þeirri ábyrgð.“ sunna@frettabladid.is
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira