Innlent

Sigurður Elvar ráðinn til starfa

Sigurður Elvar Þórólfsson
Sigurður Elvar Þórólfsson

Sigurður Elvar Þórólfsson hefur verið ráðinn fréttastjóri íþrótta hjá 365 miðlum. Hann mun hafa yfirumsjón með íþróttafréttum á Vísi, í Fréttablaðinu og í fréttatímum Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Íþróttafréttamenn allra þessara miðla munu heyra undir hann.

Þessi ráðstöfun er þáttur í vaxandi samvinnu miðlanna. Með aukinni samvinnu og samnýtingu starfskrafta á að nýta betur sérþekkingu íþróttafréttamannanna, að því er fram kemur í frétt frá útgáfufélaginu.

Sigurður Elvar er menntaður íþróttakennari og lauk framhaldsnámi frá Íþróttaháskólanum í Ósló. Hann hefur starfað sem íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is síðastliðin tíu ár, síðustu tvö árin sem fréttastjóri íþróttafrétta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×