Innlent

Þjóðlendumál endurupptekin finnist ný gögn

Landssamtök landeigenda skora á Alþingi að setja lög sem heimili endurupptöku finnist ný sönnunargögn í þjóðlendumálum, sem dæmt hefur verið um.

Þetta segir í ályktun aðalfundar samtakanna sem haldinn var á fimmtudag.

16.000 órannsökuð skjöl liggi í Árnastofnun og á Landsbókasafni. Þar kunni að leynast ný sönnunargögn um eignarrétt á landi sem dæmt hefur verið að teljast skuli þjóðlenda. Núgildandi lög heimili ekki endurupptöku komi slík gögn í leitirnar. - pg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×