Erlent

Tíu skip í færeysku lögsögunni

MYND/ Úr safni

Tíu íslensk kolmunnaskip eru nú komin til veiða í færeysku lögsögunni, eftir nokkurt hlé á veiðunum vestur af Skotlandi, sem gengu ekki vel. Bæði var veður vont og svo gekk kolmunninn inn í skosku lögsöguna, þar sem íslensku skipin hafa ekki veiðiheimildir.

Ekki hafa enn borist fregnir af aflabrögðum í færeysku lögsögunni, en vonast er til að töluvert af kolmunna gangi þaðan inn í íslensku lögsöguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×