Þankar um menntunarstig og framtíð Magnús S. Magnússon skrifar 23. júlí 2010 06:00 Eitt getum við Íslendingar örugglega veitt okkur með ákveðnum vilja og það er bætt menntun þeirra sem eiga að erfa landið og ætlast er í raun til að sjái þeim farborða sem þá verða aldnir eða sjúkir. Þar sem langflest störf krefjast nú framhaldsmenntunar af einhverju tagi er augljóslega ekki lítið í húfi jafnt fyrir þá yngri sem þurfa að finna sér störf og fyrir þá eldri og þá sem sjúkdómar herja á. Það var því leitt að lesa hér (Fréttablaðið 3. júlí 2010) um nýja íslenska rannsókn sem enn undirstrikar það sem áður hefur fram komið í erlendum könnunum að þvert á óteljandi staðhæfingar um hið gagnstæða er menntunarstig þjóðar okkar ekki sérlega gott heldur nánast það lakasta sem þekkist á Vesturlöndum. Um helmingur Íslendinga lýkur þannig engu framhaldsnámi eftir grunnskólanám og af þeim sem hætta í framhaldsskólanámi gera það flestir eftir aðeins eitt til tvö ár. Helmingur Íslendinga mun því ekki stunda neitt frekara skólanám eftir u.þ.b. 16-17 ára aldur sem er allt annað og verra hlutfall en í helstu löndum okkar heimsálfu. Sé gengið út frá að menntun stuðli að aukinni almennri hæfni og færni og upplýstari gagnrýnni hugsun, hverjar gætu þá verið afleiðingar af lágu menntunarstigi þjóðar? Nokkur atriði koma fljótt upp í hugann: Það eru færri hæfir frambjóðendur og stjórnendur og færri hæfir til að meta tillögur þeirra og gerðir. Í lýðræðisríki gilda öll atkvæði jafnt og minna upplýstan almenning er auðveldara að blekkja og afvegaleiða. Þannig virðist minna upplýst þjóð t.d. líklegri til að falla fyrir lýðskrumi og ekki síst komi það frá háttsettum aðilum. Er illa upplýst þjóð draumaland hins vanhæfa stjórnmálamanns? Sennilega er t.d. auðveldara að fá minna upplýsta þjóð til að trúa því að hún sé meðal heimsins upplýstustu og menntuðustu þjóða og sé jafnvel fyrirmynd og afburðaþjóð. Í stuttu máli, minna upplýst þjóð virðist líklegri til að taka rangar ákvarðanir, aðhyllast óheppilegri fyrirmyndir og velja slakari leiðtoga, já, jafnvel lýðskrumara. Í þessu samhengi stingur í augu að meðal þeirra vesturlandaþjóða sem verst standa varðandi menntunarstig eru nokkrar þær þjóðir sem undanfarið hafa lent í hvað verstum hremmingum eða jafnvel hruni, svo sem Spánn, Tyrkland, Portúgal og Ísland. En menntunarstig er hægt að hækka sé skilningur á nauðsyn þess fyrir hendi. Þar bítur þó vandinn gjarna í eigið skott, því þar sem menntunarstig er lágt er oft erfiðara og óvinsælla að skýra og ræða mikilvægi menntunar. Eigum við leiðtoga færa um að rjúfa slíkan vítahring? Gæfi þjóðin þeim brautargengi? Staðhæfingar eins og t.d. „Iss, menntun skiptir engu máli" eða „Íslendingar eru ein menntaðasta þjóð í heimi" heyrast enn sí og æ og maður spyr sig hvort svo óábyrgu tali og lýðskrumi fari að linna því hér virðist augljós og brýn þörf á þjóðarátaki um stórbætt almennt menntunarstig, nokkuð sem virðist fyrir litla nýsjálfstæða eyþjóð á tímum alþjóðlegrar samskiptabyltingar verðugt og heillandi framtíðarverkefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Eitt getum við Íslendingar örugglega veitt okkur með ákveðnum vilja og það er bætt menntun þeirra sem eiga að erfa landið og ætlast er í raun til að sjái þeim farborða sem þá verða aldnir eða sjúkir. Þar sem langflest störf krefjast nú framhaldsmenntunar af einhverju tagi er augljóslega ekki lítið í húfi jafnt fyrir þá yngri sem þurfa að finna sér störf og fyrir þá eldri og þá sem sjúkdómar herja á. Það var því leitt að lesa hér (Fréttablaðið 3. júlí 2010) um nýja íslenska rannsókn sem enn undirstrikar það sem áður hefur fram komið í erlendum könnunum að þvert á óteljandi staðhæfingar um hið gagnstæða er menntunarstig þjóðar okkar ekki sérlega gott heldur nánast það lakasta sem þekkist á Vesturlöndum. Um helmingur Íslendinga lýkur þannig engu framhaldsnámi eftir grunnskólanám og af þeim sem hætta í framhaldsskólanámi gera það flestir eftir aðeins eitt til tvö ár. Helmingur Íslendinga mun því ekki stunda neitt frekara skólanám eftir u.þ.b. 16-17 ára aldur sem er allt annað og verra hlutfall en í helstu löndum okkar heimsálfu. Sé gengið út frá að menntun stuðli að aukinni almennri hæfni og færni og upplýstari gagnrýnni hugsun, hverjar gætu þá verið afleiðingar af lágu menntunarstigi þjóðar? Nokkur atriði koma fljótt upp í hugann: Það eru færri hæfir frambjóðendur og stjórnendur og færri hæfir til að meta tillögur þeirra og gerðir. Í lýðræðisríki gilda öll atkvæði jafnt og minna upplýstan almenning er auðveldara að blekkja og afvegaleiða. Þannig virðist minna upplýst þjóð t.d. líklegri til að falla fyrir lýðskrumi og ekki síst komi það frá háttsettum aðilum. Er illa upplýst þjóð draumaland hins vanhæfa stjórnmálamanns? Sennilega er t.d. auðveldara að fá minna upplýsta þjóð til að trúa því að hún sé meðal heimsins upplýstustu og menntuðustu þjóða og sé jafnvel fyrirmynd og afburðaþjóð. Í stuttu máli, minna upplýst þjóð virðist líklegri til að taka rangar ákvarðanir, aðhyllast óheppilegri fyrirmyndir og velja slakari leiðtoga, já, jafnvel lýðskrumara. Í þessu samhengi stingur í augu að meðal þeirra vesturlandaþjóða sem verst standa varðandi menntunarstig eru nokkrar þær þjóðir sem undanfarið hafa lent í hvað verstum hremmingum eða jafnvel hruni, svo sem Spánn, Tyrkland, Portúgal og Ísland. En menntunarstig er hægt að hækka sé skilningur á nauðsyn þess fyrir hendi. Þar bítur þó vandinn gjarna í eigið skott, því þar sem menntunarstig er lágt er oft erfiðara og óvinsælla að skýra og ræða mikilvægi menntunar. Eigum við leiðtoga færa um að rjúfa slíkan vítahring? Gæfi þjóðin þeim brautargengi? Staðhæfingar eins og t.d. „Iss, menntun skiptir engu máli" eða „Íslendingar eru ein menntaðasta þjóð í heimi" heyrast enn sí og æ og maður spyr sig hvort svo óábyrgu tali og lýðskrumi fari að linna því hér virðist augljós og brýn þörf á þjóðarátaki um stórbætt almennt menntunarstig, nokkuð sem virðist fyrir litla nýsjálfstæða eyþjóð á tímum alþjóðlegrar samskiptabyltingar verðugt og heillandi framtíðarverkefni.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun