Þankar um menntunarstig og framtíð Magnús S. Magnússon skrifar 23. júlí 2010 06:00 Eitt getum við Íslendingar örugglega veitt okkur með ákveðnum vilja og það er bætt menntun þeirra sem eiga að erfa landið og ætlast er í raun til að sjái þeim farborða sem þá verða aldnir eða sjúkir. Þar sem langflest störf krefjast nú framhaldsmenntunar af einhverju tagi er augljóslega ekki lítið í húfi jafnt fyrir þá yngri sem þurfa að finna sér störf og fyrir þá eldri og þá sem sjúkdómar herja á. Það var því leitt að lesa hér (Fréttablaðið 3. júlí 2010) um nýja íslenska rannsókn sem enn undirstrikar það sem áður hefur fram komið í erlendum könnunum að þvert á óteljandi staðhæfingar um hið gagnstæða er menntunarstig þjóðar okkar ekki sérlega gott heldur nánast það lakasta sem þekkist á Vesturlöndum. Um helmingur Íslendinga lýkur þannig engu framhaldsnámi eftir grunnskólanám og af þeim sem hætta í framhaldsskólanámi gera það flestir eftir aðeins eitt til tvö ár. Helmingur Íslendinga mun því ekki stunda neitt frekara skólanám eftir u.þ.b. 16-17 ára aldur sem er allt annað og verra hlutfall en í helstu löndum okkar heimsálfu. Sé gengið út frá að menntun stuðli að aukinni almennri hæfni og færni og upplýstari gagnrýnni hugsun, hverjar gætu þá verið afleiðingar af lágu menntunarstigi þjóðar? Nokkur atriði koma fljótt upp í hugann: Það eru færri hæfir frambjóðendur og stjórnendur og færri hæfir til að meta tillögur þeirra og gerðir. Í lýðræðisríki gilda öll atkvæði jafnt og minna upplýstan almenning er auðveldara að blekkja og afvegaleiða. Þannig virðist minna upplýst þjóð t.d. líklegri til að falla fyrir lýðskrumi og ekki síst komi það frá háttsettum aðilum. Er illa upplýst þjóð draumaland hins vanhæfa stjórnmálamanns? Sennilega er t.d. auðveldara að fá minna upplýsta þjóð til að trúa því að hún sé meðal heimsins upplýstustu og menntuðustu þjóða og sé jafnvel fyrirmynd og afburðaþjóð. Í stuttu máli, minna upplýst þjóð virðist líklegri til að taka rangar ákvarðanir, aðhyllast óheppilegri fyrirmyndir og velja slakari leiðtoga, já, jafnvel lýðskrumara. Í þessu samhengi stingur í augu að meðal þeirra vesturlandaþjóða sem verst standa varðandi menntunarstig eru nokkrar þær þjóðir sem undanfarið hafa lent í hvað verstum hremmingum eða jafnvel hruni, svo sem Spánn, Tyrkland, Portúgal og Ísland. En menntunarstig er hægt að hækka sé skilningur á nauðsyn þess fyrir hendi. Þar bítur þó vandinn gjarna í eigið skott, því þar sem menntunarstig er lágt er oft erfiðara og óvinsælla að skýra og ræða mikilvægi menntunar. Eigum við leiðtoga færa um að rjúfa slíkan vítahring? Gæfi þjóðin þeim brautargengi? Staðhæfingar eins og t.d. „Iss, menntun skiptir engu máli" eða „Íslendingar eru ein menntaðasta þjóð í heimi" heyrast enn sí og æ og maður spyr sig hvort svo óábyrgu tali og lýðskrumi fari að linna því hér virðist augljós og brýn þörf á þjóðarátaki um stórbætt almennt menntunarstig, nokkuð sem virðist fyrir litla nýsjálfstæða eyþjóð á tímum alþjóðlegrar samskiptabyltingar verðugt og heillandi framtíðarverkefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Eitt getum við Íslendingar örugglega veitt okkur með ákveðnum vilja og það er bætt menntun þeirra sem eiga að erfa landið og ætlast er í raun til að sjái þeim farborða sem þá verða aldnir eða sjúkir. Þar sem langflest störf krefjast nú framhaldsmenntunar af einhverju tagi er augljóslega ekki lítið í húfi jafnt fyrir þá yngri sem þurfa að finna sér störf og fyrir þá eldri og þá sem sjúkdómar herja á. Það var því leitt að lesa hér (Fréttablaðið 3. júlí 2010) um nýja íslenska rannsókn sem enn undirstrikar það sem áður hefur fram komið í erlendum könnunum að þvert á óteljandi staðhæfingar um hið gagnstæða er menntunarstig þjóðar okkar ekki sérlega gott heldur nánast það lakasta sem þekkist á Vesturlöndum. Um helmingur Íslendinga lýkur þannig engu framhaldsnámi eftir grunnskólanám og af þeim sem hætta í framhaldsskólanámi gera það flestir eftir aðeins eitt til tvö ár. Helmingur Íslendinga mun því ekki stunda neitt frekara skólanám eftir u.þ.b. 16-17 ára aldur sem er allt annað og verra hlutfall en í helstu löndum okkar heimsálfu. Sé gengið út frá að menntun stuðli að aukinni almennri hæfni og færni og upplýstari gagnrýnni hugsun, hverjar gætu þá verið afleiðingar af lágu menntunarstigi þjóðar? Nokkur atriði koma fljótt upp í hugann: Það eru færri hæfir frambjóðendur og stjórnendur og færri hæfir til að meta tillögur þeirra og gerðir. Í lýðræðisríki gilda öll atkvæði jafnt og minna upplýstan almenning er auðveldara að blekkja og afvegaleiða. Þannig virðist minna upplýst þjóð t.d. líklegri til að falla fyrir lýðskrumi og ekki síst komi það frá háttsettum aðilum. Er illa upplýst þjóð draumaland hins vanhæfa stjórnmálamanns? Sennilega er t.d. auðveldara að fá minna upplýsta þjóð til að trúa því að hún sé meðal heimsins upplýstustu og menntuðustu þjóða og sé jafnvel fyrirmynd og afburðaþjóð. Í stuttu máli, minna upplýst þjóð virðist líklegri til að taka rangar ákvarðanir, aðhyllast óheppilegri fyrirmyndir og velja slakari leiðtoga, já, jafnvel lýðskrumara. Í þessu samhengi stingur í augu að meðal þeirra vesturlandaþjóða sem verst standa varðandi menntunarstig eru nokkrar þær þjóðir sem undanfarið hafa lent í hvað verstum hremmingum eða jafnvel hruni, svo sem Spánn, Tyrkland, Portúgal og Ísland. En menntunarstig er hægt að hækka sé skilningur á nauðsyn þess fyrir hendi. Þar bítur þó vandinn gjarna í eigið skott, því þar sem menntunarstig er lágt er oft erfiðara og óvinsælla að skýra og ræða mikilvægi menntunar. Eigum við leiðtoga færa um að rjúfa slíkan vítahring? Gæfi þjóðin þeim brautargengi? Staðhæfingar eins og t.d. „Iss, menntun skiptir engu máli" eða „Íslendingar eru ein menntaðasta þjóð í heimi" heyrast enn sí og æ og maður spyr sig hvort svo óábyrgu tali og lýðskrumi fari að linna því hér virðist augljós og brýn þörf á þjóðarátaki um stórbætt almennt menntunarstig, nokkuð sem virðist fyrir litla nýsjálfstæða eyþjóð á tímum alþjóðlegrar samskiptabyltingar verðugt og heillandi framtíðarverkefni.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun