Breytti landslagi breskra stjórnmála 22. apríl 2010 06:00 Leiðtogi Frjálslyndra demókrata hefur heldur betur hrist upp í kosningabaráttunni í Bretlandi. fréttablaðið/AP „Mér kemur ekkert á óvart,“ sagði Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, þegar hann var spurður hvort „fyrirbærið“ Nick Clegg komi honum á óvart. Clegg er leiðtogi Frjálslynda demókrataflokksins, „þriðja“ flokksins í breskum stjórnmálum, sem allt frá stofnun fyrir rúmum tveimur áratugum hefur mátt sætta sig við töluvert minna fylgi en Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn. Íhaldsflokkurinn, undir forystu Davids Cameron, hefur mælst með yfirburðafylgi síðustu mánuði en Verkamannaflokkurinn, sem hefur verið við völd síðan Tony Blair sigraði John Major, þáverandi leiðtoga Íhaldsflokksins, árið 1997, hefur verið í djúpri lægð undir forystu Gordons Brown. Frammistaða Cleggs í fyrstu sjónvarpskappræðum flokksleiðtoganna í síðustu viku breytti þessu með afgerandi hætti, því nú mælast þessir þrír flokkar með álíka mikið fylgi, tæplega þriðjung hver. Haldist þetta mun enginn flokkur fá hreinan meirihluta í þingkosningunum 6. maí, sem væri harla óvenjulegt því áratugum saman hafa annaðhvort íhaldsmenn eða Verkamannaflokkurinn verið nokkuð öruggir með meirihlutastjórn síns flokks. Brown hefur reyndar lagt til að þeir Clegg taki höndum saman og myndi samsteypustjórn til þess að halda íhaldsmönnum frá völdum, en Clegg segir það ekki sýna annað en örvæntingu forsætisráðherrans. Nick Clegg hefur verið formaður Frjálslyndra demókrata frá 2007, og hafði þá setið á breska þinginu í tvö ár en þar áður á Evrópuþinginu í fimm ár. Hann er 43 ára, fæddur í Bretlandi en er af hollenskum og rússneskum ættum. Móðir hans er hollensk en faðir hans hálfrússneskur bankamaður, býsna vel stæður. Eiginkona hans er spænsk, þannig að óhætt er að segja að Clegg hafi góð tengsl víða í Evrópu. Í breskum fjölmiðlum hafa verið rifjaðar upp sögur af skólagöngu hans í fínum einkaskólum, þar sem hann átti erfitt með að vakna á morgnana og lét aðra nemendur snúast í kringum sig. Vandræðalegt þótti þegar dagblaðið Sun komst yfir minnisblöð sem hann hafði með sér fyrir kappræðurnar í síðustu viku, þar sem fram kom að ráðgjafar hans hvöttu hann meðal annars til þess að líkja frekar eftir orðfæri Davids Cameron en forðast að tala eins og Gordon Brown. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Sjá meira
„Mér kemur ekkert á óvart,“ sagði Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, þegar hann var spurður hvort „fyrirbærið“ Nick Clegg komi honum á óvart. Clegg er leiðtogi Frjálslynda demókrataflokksins, „þriðja“ flokksins í breskum stjórnmálum, sem allt frá stofnun fyrir rúmum tveimur áratugum hefur mátt sætta sig við töluvert minna fylgi en Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn. Íhaldsflokkurinn, undir forystu Davids Cameron, hefur mælst með yfirburðafylgi síðustu mánuði en Verkamannaflokkurinn, sem hefur verið við völd síðan Tony Blair sigraði John Major, þáverandi leiðtoga Íhaldsflokksins, árið 1997, hefur verið í djúpri lægð undir forystu Gordons Brown. Frammistaða Cleggs í fyrstu sjónvarpskappræðum flokksleiðtoganna í síðustu viku breytti þessu með afgerandi hætti, því nú mælast þessir þrír flokkar með álíka mikið fylgi, tæplega þriðjung hver. Haldist þetta mun enginn flokkur fá hreinan meirihluta í þingkosningunum 6. maí, sem væri harla óvenjulegt því áratugum saman hafa annaðhvort íhaldsmenn eða Verkamannaflokkurinn verið nokkuð öruggir með meirihlutastjórn síns flokks. Brown hefur reyndar lagt til að þeir Clegg taki höndum saman og myndi samsteypustjórn til þess að halda íhaldsmönnum frá völdum, en Clegg segir það ekki sýna annað en örvæntingu forsætisráðherrans. Nick Clegg hefur verið formaður Frjálslyndra demókrata frá 2007, og hafði þá setið á breska þinginu í tvö ár en þar áður á Evrópuþinginu í fimm ár. Hann er 43 ára, fæddur í Bretlandi en er af hollenskum og rússneskum ættum. Móðir hans er hollensk en faðir hans hálfrússneskur bankamaður, býsna vel stæður. Eiginkona hans er spænsk, þannig að óhætt er að segja að Clegg hafi góð tengsl víða í Evrópu. Í breskum fjölmiðlum hafa verið rifjaðar upp sögur af skólagöngu hans í fínum einkaskólum, þar sem hann átti erfitt með að vakna á morgnana og lét aðra nemendur snúast í kringum sig. Vandræðalegt þótti þegar dagblaðið Sun komst yfir minnisblöð sem hann hafði með sér fyrir kappræðurnar í síðustu viku, þar sem fram kom að ráðgjafar hans hvöttu hann meðal annars til þess að líkja frekar eftir orðfæri Davids Cameron en forðast að tala eins og Gordon Brown. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Sjá meira