SMS-lán og fjárhagsleg heilsa 16. mars 2010 06:00 Ragnheiður Sverrisdóttir skrifar um falskar lausnir. Það heyrist víða að ekkert hafi breyst eftir Hrun og að ekkert nýtt Ísland hafi eða sé að fæðast. En margir halda í vonina um betra siðferði og að fólk hætti að framkvæma hluti sem eru siðlausir jafnvel þó þeir séu löglegir. En hvað erum við sem samfélag að gera? Hér er aðeins eitt mál á dagskrá, SMS-lánin. Þau stuðla ekki að góðri „fjárhagslegri heilsu“. Þessi lán eru ávísun á fjárhagsleg vandamál einmitt vegna þess hve auðvelt er að nálgast þau – bara eitt sms skeyti. Á heimasíðum tveggja fyrirtækja sem veita SMS-lán eru ágætar upplýsingar um hvað þau fela í sér. Allur kostnaður við lánin koma skýrt fram og það blasir við að hér er um himinháan kostnað að ræða. Lítil upphæð sem ekki er staðið í skilum með verður fljótt að hárri fjárhæð. Lán þarf að endurgreiða innan 15 daga. Sem dæmi má nefna að sé 10.000 króna lán ekki greitt innan 15 daga með 2.500 króna kostnaði, hækkar hún á 16. degi í 13.450 og tíu dögum síðar getur hún verið orðin 24.450 – þetta gerist á innan við mánuði frá því að lánið er veitt. Fyrirtækið Hraðpeningar nefnir dæmi um „skynsamlega“ notkun lána: „Að nota þjónustuna þegar kortinu er synjað í matvörubúðinni.“ Til að geta gert það verður maður að vera orðinn viðurkenndur viðskiptavinur fyrirtækisins! Fullyrt er að það að geta tekið svona lán „aukin þægindi“. Samkvæmt heimasíðu Kredia ehf. eru algengar spurningar: „Ef ég greiði lánið mitt í dag, hvenær get ég tekið næsta lán? Ef lán er greitt fyrir kl. 21.00 er unnt að sækja um annað lán um hádegisbil daginn eftir.“ Ég spyr: En hvað svo? Á Norðurlöndum hefur verið hægt að taka SMS-lán um nokkurn tíma og þau hafa valdið miklum vanda og stuðlað að „skuldafangelsi“ einstaklinga vegna lána sem upphaflega voru smáaurar. Aðstæður í samfélaginu í dag gera þessi lán enn hættulegri. Ný fyrirtæki stuðla að auknum atvinnutækifærum og það má segja að slíkt eigi við um þau fyrirtæki sem bjóða SMS-lán. En er okkur sama í hverju ný störf felast? Erum við föst í að gera það sem er löglegt en siðlaust? Ég skora á Alþingi að samþykkja lög sem hindra slíka starfsemi. Ég er ekki að biðja um alræðisríki hér á landi heldur um ábyrga siðferðilega hegðun og skynsemi. Félagsmálaráðherra hefur tjáð sig um þessi lán í sama anda og greinarhöfundur. Með því að skrifa þessa grein vil ég halda málinu vakandi og benda á hversu ósiðlegt er að bjóða fólki upp á falskar lausnir. Höfundur er djákni og verkefnisstjóri á Biskupsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Ragnheiður Sverrisdóttir skrifar um falskar lausnir. Það heyrist víða að ekkert hafi breyst eftir Hrun og að ekkert nýtt Ísland hafi eða sé að fæðast. En margir halda í vonina um betra siðferði og að fólk hætti að framkvæma hluti sem eru siðlausir jafnvel þó þeir séu löglegir. En hvað erum við sem samfélag að gera? Hér er aðeins eitt mál á dagskrá, SMS-lánin. Þau stuðla ekki að góðri „fjárhagslegri heilsu“. Þessi lán eru ávísun á fjárhagsleg vandamál einmitt vegna þess hve auðvelt er að nálgast þau – bara eitt sms skeyti. Á heimasíðum tveggja fyrirtækja sem veita SMS-lán eru ágætar upplýsingar um hvað þau fela í sér. Allur kostnaður við lánin koma skýrt fram og það blasir við að hér er um himinháan kostnað að ræða. Lítil upphæð sem ekki er staðið í skilum með verður fljótt að hárri fjárhæð. Lán þarf að endurgreiða innan 15 daga. Sem dæmi má nefna að sé 10.000 króna lán ekki greitt innan 15 daga með 2.500 króna kostnaði, hækkar hún á 16. degi í 13.450 og tíu dögum síðar getur hún verið orðin 24.450 – þetta gerist á innan við mánuði frá því að lánið er veitt. Fyrirtækið Hraðpeningar nefnir dæmi um „skynsamlega“ notkun lána: „Að nota þjónustuna þegar kortinu er synjað í matvörubúðinni.“ Til að geta gert það verður maður að vera orðinn viðurkenndur viðskiptavinur fyrirtækisins! Fullyrt er að það að geta tekið svona lán „aukin þægindi“. Samkvæmt heimasíðu Kredia ehf. eru algengar spurningar: „Ef ég greiði lánið mitt í dag, hvenær get ég tekið næsta lán? Ef lán er greitt fyrir kl. 21.00 er unnt að sækja um annað lán um hádegisbil daginn eftir.“ Ég spyr: En hvað svo? Á Norðurlöndum hefur verið hægt að taka SMS-lán um nokkurn tíma og þau hafa valdið miklum vanda og stuðlað að „skuldafangelsi“ einstaklinga vegna lána sem upphaflega voru smáaurar. Aðstæður í samfélaginu í dag gera þessi lán enn hættulegri. Ný fyrirtæki stuðla að auknum atvinnutækifærum og það má segja að slíkt eigi við um þau fyrirtæki sem bjóða SMS-lán. En er okkur sama í hverju ný störf felast? Erum við föst í að gera það sem er löglegt en siðlaust? Ég skora á Alþingi að samþykkja lög sem hindra slíka starfsemi. Ég er ekki að biðja um alræðisríki hér á landi heldur um ábyrga siðferðilega hegðun og skynsemi. Félagsmálaráðherra hefur tjáð sig um þessi lán í sama anda og greinarhöfundur. Með því að skrifa þessa grein vil ég halda málinu vakandi og benda á hversu ósiðlegt er að bjóða fólki upp á falskar lausnir. Höfundur er djákni og verkefnisstjóri á Biskupsstofu.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun