Lífið

Damon Albarn er jafn mikill snillingur og Jimi Hendrix

Tinni Sveinsson skrifar
Damon Albarn er að gera góða hluti með Gorillaz og víðar.
Damon Albarn er að gera góða hluti með Gorillaz og víðar.

Söngvarinn Bobby Womack sparar ekki stóru orðin þegar hann lýsir áliti sínu á Damon Albarn. Hann segir Damon vera í sama gæðaflokki og Jimi Hendrix og Ray Charles en Womack starfaði með þeim og fleiri goðsögnum á sínum tíma.

Womack syngur í laginu Stylo á nýju Gorillaz-plötunni og spilar einnig á tónleikum með hljómsveitinni. „Hann er eins og Hendrix og Charles voru. Ótrúlega skapandi og hugsar langt út fyrir rammann. Vill alltaf prófa hluti sem öðrum myndi ekki einu sinni detta í hug," segir Womack í viðtali við The Sun.

Hann segir allt öðruvísi að vinna með Gorillaz en öðrum hljómsveitum. „Egóin eru ekkert að flækjast fyrir. Þessir gæjar eru kúl," sagði Womack.

Gorillaz eru að undirbúa tónleikaferð með haustinu og er undirbúningurinn mjög snúinn, enda hafa Damon Albarn og félagar flóknar hugmyndir um sjónarspilið. Sveitin spilar einnig á Roskilde-hátíðinni í júlí.

Hér er myndbandið við umrætt lag með Gorillaz og Bobby Womack, Stylo.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.