Innlent

Greiða atkvæði um stjórnlagaþing

Þingfundur hefst á Alþingi klukkan hálfellefu. Meðal annars verða greidd atkvæði um stjórnlagaþing að lokinni annarri umræðu og um breytingatillöguna. Í henni felst að boða eigi til þúsund manna þjóðfundar áður en stjórnlagaþing kæmi saman og að sérstök fagnefnd fari yfir niðurstöður fundarins.

Alls eru tuttugu og eitt mál á dagskrá fundarins. Meðal annars afnám vatnalaga, samgönguáætlun og frumvarp um innistæðutryggingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×