Alþjóðadagur hagtalna 21. október 2010 06:00 Sameinuðu þjóðirnar hafa samþykkt að 20. október 2010 sé fyrsti alþjóðadagur hagtalna. Markmiðið er að vekja athygli á mikilvægi hlutlausra hagtalna og hlutverki þeirra fyrir opinbera umræðu og ákvarðanir stjórnvalda, fyrirtækja og heimila. Þá eru traustar hagskýrslur mikilvægur þáttur í samskipum við önnur ríki, erlend fyrirtæki og stofnanir. Hagstofur um 100 ríkja víða um heim halda upp á daginn með ýmsum viðburðum til að vekja athygli á sameiginlegum gildum, hlutlægni og fagmennsku í hagskýrslugerð. Framlag Hagstofu Íslands er að gefa út endurbætta árbók um hagskýrslur, Landshagi 2010. Einnig eru birtar nýjungar og áhugaverðar upplýsingar á vef Hagstofunnar. Flestir taka hagskýrslum sem sjálfsögðum hlut og leiða ekki hugann að þeirri miklu vinnu og sérhæfingu sem liggur að baki þeim. Hagtölur verða í eðli sínu aldrei alveg réttar en með faglegum og hlutlægum vinnubrögðum er hægt að nálgast gildi sem eru nægilega traust til að lýsa stöðu eða breytingum innan viðunandi skekkjumarka. Hagstofur flestra ríkja standa frammi fyrir auknum kröfum um að birta niðurstöður fyrr en áður, en á sama tíma að draga úr frávikum við endurskoðun þeirra og minnka kostnað við öflun hagtalna. Með nýrri tækni hefur tekist að mestu að mæta þessum kröfum, en á móti kemur að þjóðfélagið er orðið flóknara, alþjóðaviðskipti hafa aukist og kröfur komið fram um meiri upplýsingar. Kröfur um aukinn hraða og aukin gæði vegast á og hafa verið helsta áskorun í hagskýrslugerð frá upphafi. Samskipti við aðrar þjóðir eru sífellt mikilvægari á öllum sviðum. Alþjóðleg samskipti hafa aukið á kröfur um að hagtölur séu samanburðarhæfar á milli ríkja og svipaðar að gæðum. Ísland hefur verið aðili að tölfræðisamstarfi Sameinuðu þjóðanna frá upphafi og með samningnum um evrópska efnahagssvæðið frá 1994 hefur Hagstofa Íslands, ásamt öðrum ríkjum EFTA, tekið fullan þátt í tölfræðisamstarfi Evrópusambandsins. Hagstofan hefur einnig átt gott samstarf við aðrar alþjóðastofnanir, svo sem OECD og IMF, og skilar hagtölum reglulega til þeirra. Sem dæmi um mikilvægi alþjóðasamskipta má nefna að á síðasta ári sóttu fleiri erlendir aðilar gögn í veftöflur Hagstofunnar en íslenskir. Þá koma kröfur um nýjar eða auknar upplýsingar í flestum tilvikum frá alþjóðastofnunum. Til að tryggja gæði hagtalna samþykktu Sameinuðu þjóðirnar grundvallarreglur í hagskýrslugerð árið 1994. Í þeim er kveðið á um sjálfstæði og faglega ábyrgð hagstofa. Evrópusambandið setti nokkuð ítarlegar verklagsreglur um hagskýrslugerð árið 2005 og eru í þeim fimmtán meginreglur sem kveða m.a. á um faglegt verklag, hlutlægni, trúnað og gæði. Báðar þessar samþykktir hafa verið innleiddar hér á landi. Þá tóku ný lög um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð gildi í upphafi árs 2008 sem færa löggjöfina hér á landi að því sem best gerist annars staðar. Til að tryggja að hægt sé að bera saman hagtölur ríkja eru gefnir út ítarlegir staðlar um hagskýrslur á vegum Sameinuðu þjóðanna og hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Þannig má nefna staðla Sameinuðu þjóðanna um þjóðhagsreikninga og opinber fjármál, einnig að Hagstofa Íslands er skuldbundin til að fara eftir 254 reglugerðum Evrópusambandsins um hagskýrslugerð. Sendinefndir á vegum alþjóðastofnana heimsækja Hagstofuna reglulega og fara yfir gæði og fylgja eftir stöðlum við gerð hagskýrslna. Þótt alþjóðasamstarf sé mikilvægt eru innlendar þarfir í fyrirrúmi hagskýrslugerðar. Hagtölur eru mikilvægur þáttur í að fylgja eftir þróun í efnahags- og félagsmálum. Þær eru hluti af opinberri umræðu og eiga að sýna hvernig okkur miðar miðað við fyrri ár eða aðrar þjóðir. Hagtölur eru einnig mikilvægur grunnur fyrir rannsóknir í háskólasamfélaginu og hjá opinberum stofnunum og einkafyrirtækjum. Til að rækja skyldur sínar við innlenda notendur gerir Hagstofan notendakannanir og heldur reglulega fundi með notendahópum þar sem þeir geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Miðlun upplýsinga er ekki síður mikilvæg en fagleg vinnubrögð við söfnun og úrvinnslu. Samkvæmt verklagsreglum í evrópskri hagskýrslugerð er öllum tryggður jafn aðgangur að hagtölum. Í samræmi við reglurnar er gefin út birtingaráætlun ár hvert sem sýnir fyrir fram hvenær hagtölur verða birtar á vef Hagstofunnar. Allir notendur fá aðgang að hagtölum á sama tíma; almenningur, fjölmiðlar og stjórnvöld. Hagstofan gaf út 457 fréttir á síðasta ári, þar af var 241 á íslensku og 216 á ensku. Á vef Hagstofunnar eru rúmlega eitt þúsund töflur þar sem notendur geta sótt sér gögn og flutt efni í töflureikna til frekari vinnslu. Svipaður fjöldi taflna er á enska hluta vefsins. Mikilvægt er að tryggja góðan aðgang að hlutlægum og faglega unnum hagtölum. Eru hagtölur eins konar vegabréf ríkja í alþjóðasamfélaginu og spegill þjóða. Á degi hagtalna er vert að hvetja lesendur til að kynna sér gögn á vef Hagstofunnar, hagstofa.is, og útgáfu tölfræðiárbókar Hagstofunnar, Landshagi 2010. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar hafa samþykkt að 20. október 2010 sé fyrsti alþjóðadagur hagtalna. Markmiðið er að vekja athygli á mikilvægi hlutlausra hagtalna og hlutverki þeirra fyrir opinbera umræðu og ákvarðanir stjórnvalda, fyrirtækja og heimila. Þá eru traustar hagskýrslur mikilvægur þáttur í samskipum við önnur ríki, erlend fyrirtæki og stofnanir. Hagstofur um 100 ríkja víða um heim halda upp á daginn með ýmsum viðburðum til að vekja athygli á sameiginlegum gildum, hlutlægni og fagmennsku í hagskýrslugerð. Framlag Hagstofu Íslands er að gefa út endurbætta árbók um hagskýrslur, Landshagi 2010. Einnig eru birtar nýjungar og áhugaverðar upplýsingar á vef Hagstofunnar. Flestir taka hagskýrslum sem sjálfsögðum hlut og leiða ekki hugann að þeirri miklu vinnu og sérhæfingu sem liggur að baki þeim. Hagtölur verða í eðli sínu aldrei alveg réttar en með faglegum og hlutlægum vinnubrögðum er hægt að nálgast gildi sem eru nægilega traust til að lýsa stöðu eða breytingum innan viðunandi skekkjumarka. Hagstofur flestra ríkja standa frammi fyrir auknum kröfum um að birta niðurstöður fyrr en áður, en á sama tíma að draga úr frávikum við endurskoðun þeirra og minnka kostnað við öflun hagtalna. Með nýrri tækni hefur tekist að mestu að mæta þessum kröfum, en á móti kemur að þjóðfélagið er orðið flóknara, alþjóðaviðskipti hafa aukist og kröfur komið fram um meiri upplýsingar. Kröfur um aukinn hraða og aukin gæði vegast á og hafa verið helsta áskorun í hagskýrslugerð frá upphafi. Samskipti við aðrar þjóðir eru sífellt mikilvægari á öllum sviðum. Alþjóðleg samskipti hafa aukið á kröfur um að hagtölur séu samanburðarhæfar á milli ríkja og svipaðar að gæðum. Ísland hefur verið aðili að tölfræðisamstarfi Sameinuðu þjóðanna frá upphafi og með samningnum um evrópska efnahagssvæðið frá 1994 hefur Hagstofa Íslands, ásamt öðrum ríkjum EFTA, tekið fullan þátt í tölfræðisamstarfi Evrópusambandsins. Hagstofan hefur einnig átt gott samstarf við aðrar alþjóðastofnanir, svo sem OECD og IMF, og skilar hagtölum reglulega til þeirra. Sem dæmi um mikilvægi alþjóðasamskipta má nefna að á síðasta ári sóttu fleiri erlendir aðilar gögn í veftöflur Hagstofunnar en íslenskir. Þá koma kröfur um nýjar eða auknar upplýsingar í flestum tilvikum frá alþjóðastofnunum. Til að tryggja gæði hagtalna samþykktu Sameinuðu þjóðirnar grundvallarreglur í hagskýrslugerð árið 1994. Í þeim er kveðið á um sjálfstæði og faglega ábyrgð hagstofa. Evrópusambandið setti nokkuð ítarlegar verklagsreglur um hagskýrslugerð árið 2005 og eru í þeim fimmtán meginreglur sem kveða m.a. á um faglegt verklag, hlutlægni, trúnað og gæði. Báðar þessar samþykktir hafa verið innleiddar hér á landi. Þá tóku ný lög um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð gildi í upphafi árs 2008 sem færa löggjöfina hér á landi að því sem best gerist annars staðar. Til að tryggja að hægt sé að bera saman hagtölur ríkja eru gefnir út ítarlegir staðlar um hagskýrslur á vegum Sameinuðu þjóðanna og hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Þannig má nefna staðla Sameinuðu þjóðanna um þjóðhagsreikninga og opinber fjármál, einnig að Hagstofa Íslands er skuldbundin til að fara eftir 254 reglugerðum Evrópusambandsins um hagskýrslugerð. Sendinefndir á vegum alþjóðastofnana heimsækja Hagstofuna reglulega og fara yfir gæði og fylgja eftir stöðlum við gerð hagskýrslna. Þótt alþjóðasamstarf sé mikilvægt eru innlendar þarfir í fyrirrúmi hagskýrslugerðar. Hagtölur eru mikilvægur þáttur í að fylgja eftir þróun í efnahags- og félagsmálum. Þær eru hluti af opinberri umræðu og eiga að sýna hvernig okkur miðar miðað við fyrri ár eða aðrar þjóðir. Hagtölur eru einnig mikilvægur grunnur fyrir rannsóknir í háskólasamfélaginu og hjá opinberum stofnunum og einkafyrirtækjum. Til að rækja skyldur sínar við innlenda notendur gerir Hagstofan notendakannanir og heldur reglulega fundi með notendahópum þar sem þeir geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Miðlun upplýsinga er ekki síður mikilvæg en fagleg vinnubrögð við söfnun og úrvinnslu. Samkvæmt verklagsreglum í evrópskri hagskýrslugerð er öllum tryggður jafn aðgangur að hagtölum. Í samræmi við reglurnar er gefin út birtingaráætlun ár hvert sem sýnir fyrir fram hvenær hagtölur verða birtar á vef Hagstofunnar. Allir notendur fá aðgang að hagtölum á sama tíma; almenningur, fjölmiðlar og stjórnvöld. Hagstofan gaf út 457 fréttir á síðasta ári, þar af var 241 á íslensku og 216 á ensku. Á vef Hagstofunnar eru rúmlega eitt þúsund töflur þar sem notendur geta sótt sér gögn og flutt efni í töflureikna til frekari vinnslu. Svipaður fjöldi taflna er á enska hluta vefsins. Mikilvægt er að tryggja góðan aðgang að hlutlægum og faglega unnum hagtölum. Eru hagtölur eins konar vegabréf ríkja í alþjóðasamfélaginu og spegill þjóða. Á degi hagtalna er vert að hvetja lesendur til að kynna sér gögn á vef Hagstofunnar, hagstofa.is, og útgáfu tölfræðiárbókar Hagstofunnar, Landshagi 2010.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar