Áhrifarík meðferð við ristilkrabba í augsýn 14. júní 2010 02:30 Tryggvi Björn Stefánsson „Niðurstöður úr nýrri rannsókn í Bretlandi benda til þess að mögulegt sé að lækka nýgengi krabbameins í ristli og endaþarmi um helming. Það er ótrúlegt en satt," segir Tryggvi Björn Stefánsson, sérfræðingur í almennum skurðlækningum. Krabbamein í ristli og endaþarmi er þriðja algengasta krabbamein hér á landi. „Á Landspítalanum gerum við um og yfir 100 aðgerðir á ári. Ef við lækkum nýgengið um helming yrði um hreina byltingu að ræða, því helmingur þeirra sem greinist á hverju ári er með ólæknanlegan sjúkdóm í dag og deyr innan fimm ára." Árið 2005 var stofnaður fjölþjóðlegur félagsskapur sem kallar sig NordICC um að rannsaka gildi ristilspeglunarskimunar til þess að finna krabbamein í ristli og endaþarmi. Takmarkið er að lækka nýgengi og dánartíðni vegna þessa sjúkdóms. Rannsóknin er hafin í Póllandi og Hollandi. Henni verður hleypt af stokkunum í Noregi á næstunni. Niðurstöður frá fyrrnefndu löndunum lofa afar góðu. Af þeim tvö þúsund sem rannsakaðir hafa verið hefðu hundrað fengið krabbamein án skimunar, ef miðað er við þekktar tölulegar staðreyndir um sjúkdóminn. Tryggvi Björn hvetur til þess að Íslendingar taki þátt í rannsókn NordICC. „Mikilvægið við þessa rannsókn er að sýna fram á að það sé raunverulega hægt að lækka tíðni þessa illvíga krabbameins, eins og margt bendir til. Það er nauðsynlegt að sýnt verði fram á hvort skimunin sé nægilega örugg til að ráðleggja hana sem aðferð til lækninga." Vitnar Tryggvi Björn þar til annarra rannsókna sem nýttar eru í forvarnaskyni, eins og leit að brjóstakrabbameini hjá konum, þar sem stór hluti mannfjöldans fer til læknis til staðbundinnar krabbameinsleitar. Gert er ráð fyrir að eitt til tvö þúsund Íslendingar taki þátt í rannsókninni en NordICC stefnir að því að um 20 þúsund manns verði rannsakaðir í allt. Framlag Íslands myndi kosta um 60 milljónir króna. Tryggvi Björn hefur sjálfur safnað tíu milljónum í gegnum ýmsa sjúkra- og lífeyrissjóði. Árlegur kostnaður heilbrigðiskerfisins af meðferð vegna ristilkrabbameins er yfir milljarður króna. - shá Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fleiri fréttir Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær um borð þegar eldur kviknaði í tvinnbíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Sjá meira
„Niðurstöður úr nýrri rannsókn í Bretlandi benda til þess að mögulegt sé að lækka nýgengi krabbameins í ristli og endaþarmi um helming. Það er ótrúlegt en satt," segir Tryggvi Björn Stefánsson, sérfræðingur í almennum skurðlækningum. Krabbamein í ristli og endaþarmi er þriðja algengasta krabbamein hér á landi. „Á Landspítalanum gerum við um og yfir 100 aðgerðir á ári. Ef við lækkum nýgengið um helming yrði um hreina byltingu að ræða, því helmingur þeirra sem greinist á hverju ári er með ólæknanlegan sjúkdóm í dag og deyr innan fimm ára." Árið 2005 var stofnaður fjölþjóðlegur félagsskapur sem kallar sig NordICC um að rannsaka gildi ristilspeglunarskimunar til þess að finna krabbamein í ristli og endaþarmi. Takmarkið er að lækka nýgengi og dánartíðni vegna þessa sjúkdóms. Rannsóknin er hafin í Póllandi og Hollandi. Henni verður hleypt af stokkunum í Noregi á næstunni. Niðurstöður frá fyrrnefndu löndunum lofa afar góðu. Af þeim tvö þúsund sem rannsakaðir hafa verið hefðu hundrað fengið krabbamein án skimunar, ef miðað er við þekktar tölulegar staðreyndir um sjúkdóminn. Tryggvi Björn hvetur til þess að Íslendingar taki þátt í rannsókn NordICC. „Mikilvægið við þessa rannsókn er að sýna fram á að það sé raunverulega hægt að lækka tíðni þessa illvíga krabbameins, eins og margt bendir til. Það er nauðsynlegt að sýnt verði fram á hvort skimunin sé nægilega örugg til að ráðleggja hana sem aðferð til lækninga." Vitnar Tryggvi Björn þar til annarra rannsókna sem nýttar eru í forvarnaskyni, eins og leit að brjóstakrabbameini hjá konum, þar sem stór hluti mannfjöldans fer til læknis til staðbundinnar krabbameinsleitar. Gert er ráð fyrir að eitt til tvö þúsund Íslendingar taki þátt í rannsókninni en NordICC stefnir að því að um 20 þúsund manns verði rannsakaðir í allt. Framlag Íslands myndi kosta um 60 milljónir króna. Tryggvi Björn hefur sjálfur safnað tíu milljónum í gegnum ýmsa sjúkra- og lífeyrissjóði. Árlegur kostnaður heilbrigðiskerfisins af meðferð vegna ristilkrabbameins er yfir milljarður króna. - shá
Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fleiri fréttir Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær um borð þegar eldur kviknaði í tvinnbíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Sjá meira