Lífið

Grétar sendi Manúelu blómahaf og tvær Chanel-konur

„Ég er alveg hrikalega vel gift kona!“ skrifar Manúela.
„Ég er alveg hrikalega vel gift kona!“ skrifar Manúela.
Á dögunum eignuðust fótboltakappinn Grétar Rafn Steinsson og Manúela Ósk, eiginkona hans, dótturina Elmu Rós.

Grétar er afar rómantískur maður af lýsingum Manúelu á bloggi hennar að dæma, en stuttu eftir barnsburðinn tæmdi hann blómabúð í nágrenninu og flutti á heimili þeirra.

Hann var ekki hættur því skömmu síðar mættu útsendarar Chanel í heimsókn og settu upp verslun á heimilinu með þau skilaboð að Manúela mætti velja sér hvað sem er.

„Á laugardeginum var bankað hjá mér - og við dyrnar stóðu 2 fínar konur. Þær sögðust vera frá Chanel. Ég var á náttfötunum, takk fyrir - með ógreitt hár og bauga niður á höku - en það breytti því ekki að þær trítuðu mig eins og prinsessu - stilltu upp Chanel-búð, með öllu, í stofunni minni og sögðust hafa fengið þær upplýsingar að ég ætti að velja mér það sem ég vildi. Ahh - þetta var sko góður dagur!" segir Manúela á bloggi sínu en færsluna má lesa hér.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.