Lífið

Rosalegt próflokadjamm X-977 á föstudag

Ultra Mega Technobandið Stefán er ein líflegasta tónleikasveit landsins.
Ultra Mega Technobandið Stefán er ein líflegasta tónleikasveit landsins.
Próflokadjamm X-977 fer fram á NASA við Austurvöll á föstudaginn. Fimm af frambærilegustu rokksveitum  landsins ætla að trylla lýðinn í bestu mögulegu hljómgæðum.

Miðasala á próflokadjammið er hafin hér á midi.is en miðinn kostar 1.200 krónur.

Þær sveitir sem koma fram eru:

Endless Dark – Stórefnileg sveit sem sigraði Global Battle Of The Bands-forkeppnina hér heima. Þeir brugðu sér síðan til Lundúna í aðalkeppnina og lentu þar í öðru sæti sem er langbesti árangur íslenskrar sveitar í keppninni.

Hoffman - Hljómsveitin hefur verið starfandi í nokkur ár en gaf loksins út frumburð sinn Your Secrets Are Safe With Us í fyrra. Platan hefur fengið frábærar viðtökur og þrjár smáskífur af henni hafa verið í mikilli spilun á X-977.

Ultra Mega Technobandið Stefán – Þessi magnaða sveit er ein allra líflegasta tónleikasveit landsins, nokkurntímann!! Sérstæðar lagasmíðar og mikill hressleiki gera tónleika sveitarinnar að alvöru sjónarspili. Hér er myndband við lagið 3D Love.

Cliff Clavin- Ein allra efnilegasta ungsveit landsins. Sveitin er með sína fyrstu plötu í smíðum og hafa lögin This Is Were We Kill More Than Time og Midnight Getaways bæði setið á toppi X-Dominos listans sem segir sitt um gæði sveitarinnar.

Ensími – Þessi þekkta sveit lék lög af frumburði sínum, Kafbátamúsik, á NASA í fyrra og er það almennt mál manna að það hafi verið einir af tónleikum ársins. Lög eins og Arpeggiator og Atari eru löngu orðin klassísk í íslenskri rokksögu og sveitin er mögnuð á sviði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.