Hera eftirsótt í Evrópu 18. ágúst 2010 12:00 Hera Björk. MYND/Herabjork.com Við heyrðum í Heru Björk söngkonu og Eurovisionfara til að forvitnast hvað hún tekst á við þessa dagana eftir ævintýrið í Noregi. Hera hefur nóg að gera og segir Evrópu vera komna á bragðið enda er söngkona fullbókuð næstu misseri. „Ég get víst ekki kvartað yfir verkefnaleysi eftir Eurovision ævintýrið þó svo að þau séu nú flest erlendis næstu misserin. Ég var búin að búa mig undir „lægðina" hér heima sem að óhjákvæmilega fylgir alltaf Eurovision þar sem að landinn þarf smá hvíld eftir endalausar fréttir frá Eurovisionlandinu," svarar Hera og heldur áfram: „En Evrópa er rétt að komast á bragðið þannig að ég er búin að vera að syngja erlendis í sumar á milli þess sem að ég er búin að vera að krútta upp eyðibýli sem ég á fyrir norðan." „Framundan er Munchen um næstu helgi, svo Helsinki, Lissabon, Manchester, Danmörk, Lúxemborg, New York og Berlín. Og svo taka við jólatónleikar bæði hér heima og erlendis þannig að þetta er bara dásamlegt," segir Hera. „Ég og Öggi erum byrjuð að vinna í nýju efni og finnum fyrir miklum áhuga erlendis frá og allt sem að við setjum á vefinn selst vel þannig að við höldum ótrauð áfram. Nýjasta afurðin okkar heitir „Because you can" og er að finna á plötunni „Je Ne Sais Quoi" sem við gáfum út fyrir Eurovision," svarar hún spurð út í nýjungar í tónlistinni. „Platan er að fá góðar viðtökur úti í Evrópu og við erum með samning í Svíþjóð sem að vonandi leiðir okkur inn á spennandi brautir í þessum bransa. „Because you can" er samstarf okkar Ögga og lagahöfundanna sem sömdu lagið „Someday" sem að ég söng í Danmörku sælla minninga," segir Hera. „Lagið er grípandi og léttur danspoppari með örlitlum klassískum snúning, skelltum smá írskum fíling í þetta svona til hátíðarbrigða. Annars er margt spennandi í pípunum og bara gaman að vera til á Íslandi í dag. Ég er með Söngskóla sem að heitir Complete Vocal Stúdíó og hann er að fara á fullt í september og svo þarf vitanlega að setja í vél og knúsa krakkaskammirnar og karlinn þannig að þetta er allt eins og það á að vera." Herabjork.com Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Við heyrðum í Heru Björk söngkonu og Eurovisionfara til að forvitnast hvað hún tekst á við þessa dagana eftir ævintýrið í Noregi. Hera hefur nóg að gera og segir Evrópu vera komna á bragðið enda er söngkona fullbókuð næstu misseri. „Ég get víst ekki kvartað yfir verkefnaleysi eftir Eurovision ævintýrið þó svo að þau séu nú flest erlendis næstu misserin. Ég var búin að búa mig undir „lægðina" hér heima sem að óhjákvæmilega fylgir alltaf Eurovision þar sem að landinn þarf smá hvíld eftir endalausar fréttir frá Eurovisionlandinu," svarar Hera og heldur áfram: „En Evrópa er rétt að komast á bragðið þannig að ég er búin að vera að syngja erlendis í sumar á milli þess sem að ég er búin að vera að krútta upp eyðibýli sem ég á fyrir norðan." „Framundan er Munchen um næstu helgi, svo Helsinki, Lissabon, Manchester, Danmörk, Lúxemborg, New York og Berlín. Og svo taka við jólatónleikar bæði hér heima og erlendis þannig að þetta er bara dásamlegt," segir Hera. „Ég og Öggi erum byrjuð að vinna í nýju efni og finnum fyrir miklum áhuga erlendis frá og allt sem að við setjum á vefinn selst vel þannig að við höldum ótrauð áfram. Nýjasta afurðin okkar heitir „Because you can" og er að finna á plötunni „Je Ne Sais Quoi" sem við gáfum út fyrir Eurovision," svarar hún spurð út í nýjungar í tónlistinni. „Platan er að fá góðar viðtökur úti í Evrópu og við erum með samning í Svíþjóð sem að vonandi leiðir okkur inn á spennandi brautir í þessum bransa. „Because you can" er samstarf okkar Ögga og lagahöfundanna sem sömdu lagið „Someday" sem að ég söng í Danmörku sælla minninga," segir Hera. „Lagið er grípandi og léttur danspoppari með örlitlum klassískum snúning, skelltum smá írskum fíling í þetta svona til hátíðarbrigða. Annars er margt spennandi í pípunum og bara gaman að vera til á Íslandi í dag. Ég er með Söngskóla sem að heitir Complete Vocal Stúdíó og hann er að fara á fullt í september og svo þarf vitanlega að setja í vél og knúsa krakkaskammirnar og karlinn þannig að þetta er allt eins og það á að vera." Herabjork.com
Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira